Í dag var dregið í 16-liða úrslit bikarkeppni KKÍ í karla- og kvennaflokki. Bikarmeistarar Njarðvíkur í karlaflokki sækja Þór frá Þorlákshöfn heim, en kvennalið Hauka sem sigraði í keppninni í vor, tekur á móti Tindastól.
Leikirnir í karlaflokki eru eftirfarandi:
Haukar- Þór Ak, Snæfell - Valur b, Valur - Skallagrímur, Hamar/Selfoss - Höttur, Breiðablik - KR, Þór Þorl. - Njarðvík, Tindastóll - Keflavík og KR b - Grindavík.
Í kvennaflokki mætast eftirtalin lið:
Haukar - Tindastóll, KFÍ - Haukar b, ÍS - Fjölnir, UMFL - Breiðablik, Keflavík b - UMFH, Keflavík - ÍA og Skallagrímur - ÍR.