Innlent

Öll undir sama þak

1.100 fermetra viðbygging við Breiðagerðisskóla í Reykjavík var formlega tekin í notkun í morgun. Með tilkomu nýju viðbyggingarinnar gerist það í fyrsta sinn í allmörg ár að nemendur Breiðagerðisskóla eru allir í sama húsnæði. Undanfarin ár hefur verið kennt í flytjanlegu húsnæði á lóð skólans og í gömlu leikskólahúsnæði.

Nemendur skólans skemmtu viðstöddum með söng og hljóðfæraleik en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tók viðbygginguna formlega í notkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×