Sport

Enn tapar Atlanta

Manu Ginobili lék vel gegn Houston í nótt, skoraði 15 stig, hirti 7 fráköst og stal 4 boltum
Manu Ginobili lék vel gegn Houston í nótt, skoraði 15 stig, hirti 7 fráköst og stal 4 boltum NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir voru á dagská í NBA deildinni í nótt. Atlanta Hawks tapaði áttunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Dallas á útivelli 87-78, Minnesota lagði Washington 109-98 og San Antonio lagði granna sína í Houston 86-80.

Kevin Garnett átti mjög góðan leik með Minnesota (4-4) gegn Washington (5-3) í gær og skoraði 25 stig, hirti 13 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Josh Howard var stigahæstur í liði Dalls (6-2) gegn Atlanta (0-8) og skoraði 25 stig og hitti úr 10 af 13 skotum sínum í leiknum og Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst, en Zaza Pachulia skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst fyrir Atlanta.

Robert Horry reyndist hetja San Antonio enn eina ferðina í sigrinum á Houston, en hann skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu í lok leiksins sem batt enda á mikla rispu Houston, sem vann upp forskot meistaranna í lokaleikhlutanum. Tim Duncan var stigahæstur í San Antonio með 19 stig og hirti 9 fráköst og Tony Parker skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Houston var Tracy McGrady allt í öllu að venju og skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst, en Yao Ming skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×