Stjórnlaus græðgi bankanna 15. nóvember 2005 22:24 Að mála skrattann á vegg er háttur þeirra sem ávallt sjá hið versta mögulega í öllum aðstæðum og kemur manni orðtak þetta gjarnan í hug þessa dagana þegar einatt er verið að lýsa þeirri ágætu stöðu sem við Íslendingar höfum í efnahagsmálum sem hreinum hörmungum og virðast þá margir tilbúnir að leggjast á árina, e.t.v í þeirri trú að eitthvað gagn megi af því hafa persónulega. Þannig er þingmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon sífellt galandi af sínum fjóshaug og með mikum ólíkindum hvað sá maður kemst upp með bullið sitt gagnrýnislaust, þó var þetta ráðherra eitt sinn og þingmaður um árabil og líklega Íslandsmeistari í lýðskrumi alla ævi. Steingrímur hefur haft vanlíðan mikla vegna hærra verðs á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðis undanfarið og ersjálfsagt líka ósáttur við hlut Þórshafnar á Langanesi þar. En nú eru bankarnir að bætast í hóp skrattamálara og ljóst að blásið skal til sóknar og hagnaður bankanna af fasteignalánum talaður upp í stjarnfræðilegar hæðir með vaxtahækkun og er hann þó ekki lítill fyrir. Íslensku bankarnir fjármagna fasteignaútlán sín á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum þar sem um langan tíma hefur ríkt góðæri með miklu framboði fjár á ótrúlega góðum kjörum, sérstaklega það fé sem traustir bankar sækja til að endurlána með fasteignaveðum. Þarna verða íslensku bankarnir sér úti um ævintýralegan hagnað af gengismun og vaxtamun með sínu 4,15 % vaxtaokri ofan á verðtryggingu en þó virðist sem ekki þyki þeim nóg. Þetta er þeim mun leiðinlegra í ljósi þess að undanfarin ár hefur oft verið gaman og spennandi að fylgjast með viðskiptum íslenskra bankamanna á erlendri grundu og stundum jafnvel vottar fyrir einskonar "sko strákana okkar" tilfinningu þegar landanum finnst hann sjá glæsileg tilþrif þeirra á hinum þróuðu og gamalreyndu mörkuðum Evrópu þar sem tækifærin koma varla fyrirhafnarlaust upp, heldur þarf að hafa fyrir þeim í harðvítugri samkeppni við öflugar fjámálastofnanir. Nú væri gaman að þessir sömu bankar færu að sýna einhver merki þess að um samkeppni þeirra í millum sé að ræða hérlendis líka en hingað til hafa slík merki verið nákvæmlega engin. Þvert á móti skirrast þeir ekki við að halda úti með sameiginlegum fjárframlögum sérstökum áróðursmanni sem hefur það hlutverk að berja á þeirra eina samkeppnisaðila, Íbúðalánasjóði, sem þó er bundin í báða skó af fáránlegum og úreltum reglum um framkvæmd skuldabréafaútboða sinna, þannig að bankarnir hafa þar í raun tögl og hagldir og hindra sjóðinn í því að lækka vexti og þar með kostnað almennings. Íbúðalánasjóður getur ekki nýtt sér þau góðu kjör sem í boði eru á alþjóðamarkaði en er skyldaður til skuldabréfaútgáfu í ísl. krónum. Almenningur ætti að standa með Íbúðalánasjóði og gera þingmönnum ljósan þann vilja að sjóðurinn verði efldur og honum gert kleift að sækja sér milliliðalaust aukið fjármagn á erlenda fjármagnsmarkaði. Þá myndum við sjá hér umsvifalaust verulega lækkun á langtíma vaxtakostnaði, ekki hækkun eins og bankar eru að reyna að telja okkur trú um að sé nauðsynleg. Bankarnir munu hinsvegar beita þeirri aðferð að dúndra góðum stafla af bréfum á á markaðinn á krítískum tímapunkti þegar útboð er framundan hjá Íbúðalánasjóði og spenna ávöxtunarkröfuna þannig upp og gera svo sjóðnum eitthvert okurtilboðið í framhaldinu. Mér verður ávallt minnisstætt viðtal við aldraða gyðingakonu sem lifði af vistina í útrýmingarbúðum nasista vegna hæfileika sinna í fiðluleik, kunnátta hennar varð til þess að hún hafði stöðu í hljómsveit skipaðri föngum sem hinir æðri foringjar höfðu til að stytta sér stundir að kvöldlagi. Konunni fannst merkilegt að upplifa viðkvæmni og gleði fantana er þeir hlýddu á hljóðfæraleikinn en höfðu þó staðið blóðugir uppí háls að murka lífið úr bræðrum og systrum hljóðfæraleikaranna sama dag og hafði konan á orði að engu væri líkara en menn þessir hefðu tvö svo aðskilin heilahvel að engin boð færu þar á milli og hefði annað hvelið slíka aðdáun og gleði af tónlist og spilamennsku gyðinga að oft felldu þeir tár við að hlusta en hitt hvelið ekkert nema fullkomið hatur gagnvart þeim. Við viðskiptavinir bankanna hér á eyjunni, verðum að trúa því og treysta að stjórnendur þeirra gangi ekki til leiks með tvö aðskilin heilahvel þar sem annað er siðfágað og vel að sér um allar reglur hins frjálsa samkeppnismarkaðar og haft til utanlandsbrúks en hitt hvelið úr gamaldags olíusamráði og notað hér innanlands. Athafnir og málflutningur bankanna að undanförnu hefur hinsvegar því miður verið með þeim hætti að varla nokkur maður kærir sig um að það aðhald sem Íbúðalánasjóður þó veitir verði frá þeim tekið. Einkavæðing íslenkra banka var löngu tímabær uppstokkun og þeim mun lakara yrði að sjá stjórnendur þeirra falla fyrir stjórnlausri græðgi sem óhjákvæmilega mun kosta þá tryggð og traust viðskiptavina á sama hátt og olíufélögin fengu að reyna um árið.Kristjón Másson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að mála skrattann á vegg er háttur þeirra sem ávallt sjá hið versta mögulega í öllum aðstæðum og kemur manni orðtak þetta gjarnan í hug þessa dagana þegar einatt er verið að lýsa þeirri ágætu stöðu sem við Íslendingar höfum í efnahagsmálum sem hreinum hörmungum og virðast þá margir tilbúnir að leggjast á árina, e.t.v í þeirri trú að eitthvað gagn megi af því hafa persónulega. Þannig er þingmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon sífellt galandi af sínum fjóshaug og með mikum ólíkindum hvað sá maður kemst upp með bullið sitt gagnrýnislaust, þó var þetta ráðherra eitt sinn og þingmaður um árabil og líklega Íslandsmeistari í lýðskrumi alla ævi. Steingrímur hefur haft vanlíðan mikla vegna hærra verðs á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðis undanfarið og ersjálfsagt líka ósáttur við hlut Þórshafnar á Langanesi þar. En nú eru bankarnir að bætast í hóp skrattamálara og ljóst að blásið skal til sóknar og hagnaður bankanna af fasteignalánum talaður upp í stjarnfræðilegar hæðir með vaxtahækkun og er hann þó ekki lítill fyrir. Íslensku bankarnir fjármagna fasteignaútlán sín á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum þar sem um langan tíma hefur ríkt góðæri með miklu framboði fjár á ótrúlega góðum kjörum, sérstaklega það fé sem traustir bankar sækja til að endurlána með fasteignaveðum. Þarna verða íslensku bankarnir sér úti um ævintýralegan hagnað af gengismun og vaxtamun með sínu 4,15 % vaxtaokri ofan á verðtryggingu en þó virðist sem ekki þyki þeim nóg. Þetta er þeim mun leiðinlegra í ljósi þess að undanfarin ár hefur oft verið gaman og spennandi að fylgjast með viðskiptum íslenskra bankamanna á erlendri grundu og stundum jafnvel vottar fyrir einskonar "sko strákana okkar" tilfinningu þegar landanum finnst hann sjá glæsileg tilþrif þeirra á hinum þróuðu og gamalreyndu mörkuðum Evrópu þar sem tækifærin koma varla fyrirhafnarlaust upp, heldur þarf að hafa fyrir þeim í harðvítugri samkeppni við öflugar fjámálastofnanir. Nú væri gaman að þessir sömu bankar færu að sýna einhver merki þess að um samkeppni þeirra í millum sé að ræða hérlendis líka en hingað til hafa slík merki verið nákvæmlega engin. Þvert á móti skirrast þeir ekki við að halda úti með sameiginlegum fjárframlögum sérstökum áróðursmanni sem hefur það hlutverk að berja á þeirra eina samkeppnisaðila, Íbúðalánasjóði, sem þó er bundin í báða skó af fáránlegum og úreltum reglum um framkvæmd skuldabréafaútboða sinna, þannig að bankarnir hafa þar í raun tögl og hagldir og hindra sjóðinn í því að lækka vexti og þar með kostnað almennings. Íbúðalánasjóður getur ekki nýtt sér þau góðu kjör sem í boði eru á alþjóðamarkaði en er skyldaður til skuldabréfaútgáfu í ísl. krónum. Almenningur ætti að standa með Íbúðalánasjóði og gera þingmönnum ljósan þann vilja að sjóðurinn verði efldur og honum gert kleift að sækja sér milliliðalaust aukið fjármagn á erlenda fjármagnsmarkaði. Þá myndum við sjá hér umsvifalaust verulega lækkun á langtíma vaxtakostnaði, ekki hækkun eins og bankar eru að reyna að telja okkur trú um að sé nauðsynleg. Bankarnir munu hinsvegar beita þeirri aðferð að dúndra góðum stafla af bréfum á á markaðinn á krítískum tímapunkti þegar útboð er framundan hjá Íbúðalánasjóði og spenna ávöxtunarkröfuna þannig upp og gera svo sjóðnum eitthvert okurtilboðið í framhaldinu. Mér verður ávallt minnisstætt viðtal við aldraða gyðingakonu sem lifði af vistina í útrýmingarbúðum nasista vegna hæfileika sinna í fiðluleik, kunnátta hennar varð til þess að hún hafði stöðu í hljómsveit skipaðri föngum sem hinir æðri foringjar höfðu til að stytta sér stundir að kvöldlagi. Konunni fannst merkilegt að upplifa viðkvæmni og gleði fantana er þeir hlýddu á hljóðfæraleikinn en höfðu þó staðið blóðugir uppí háls að murka lífið úr bræðrum og systrum hljóðfæraleikaranna sama dag og hafði konan á orði að engu væri líkara en menn þessir hefðu tvö svo aðskilin heilahvel að engin boð færu þar á milli og hefði annað hvelið slíka aðdáun og gleði af tónlist og spilamennsku gyðinga að oft felldu þeir tár við að hlusta en hitt hvelið ekkert nema fullkomið hatur gagnvart þeim. Við viðskiptavinir bankanna hér á eyjunni, verðum að trúa því og treysta að stjórnendur þeirra gangi ekki til leiks með tvö aðskilin heilahvel þar sem annað er siðfágað og vel að sér um allar reglur hins frjálsa samkeppnismarkaðar og haft til utanlandsbrúks en hitt hvelið úr gamaldags olíusamráði og notað hér innanlands. Athafnir og málflutningur bankanna að undanförnu hefur hinsvegar því miður verið með þeim hætti að varla nokkur maður kærir sig um að það aðhald sem Íbúðalánasjóður þó veitir verði frá þeim tekið. Einkavæðing íslenkra banka var löngu tímabær uppstokkun og þeim mun lakara yrði að sjá stjórnendur þeirra falla fyrir stjórnlausri græðgi sem óhjákvæmilega mun kosta þá tryggð og traust viðskiptavina á sama hátt og olíufélögin fengu að reyna um árið.Kristjón Másson
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun