Landsbankinn kaupir írskt verðbréfafyrirtæki 15. nóvember 2005 21:15 Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum. Landsbankinn fær helminginn í fyrirtækinu núna en hinn helminginn eftir þrjú ár. Þangað til verður fyrirtækið á hendi gömlu eigendanna sem eru aðallega starfsmenn. Að auki eiga eftirlitsstofnanir, írskar og íslenskar eftir að leggja blessun sína yfir ráðahaginn, þannig að töluvert langt er í að smiðshöggið verði rekið á viðskiptin. Þau eiga sér langan aðdraganda. John Conray, forstjóri Merrion Capital, sagðist vera ánægður með kaup Landsbankans á fyrirtækinu. Hann sagðist hafa skoðað rekstur þeirra og að sér litist vel á hann. Landsbankamenn hafa verið grimmir í fyrirtækjakaupum á þessu ári. Í febrúar keyptu þeir breskt fyrirtæki og franskt fyrirtæki í september. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé að reyna að byggja upp fjármálafyrirtæki á meginlandi Evrópu og segir kaupin á Írlandi vera mikinn vaxtamarkað og hann sagði Merrion vera fjórða stærsta verðbréfafyrirtæki Írlands og að mörgu leyti mætti segja að breytingarnar á Írlandi og andinn í viðskiptum væru svipaðar og á Íslandi. Mikill vöxtur og fjárfestingar erlendra aðila og Írar í útrás eins og Íslendingar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum. Landsbankinn fær helminginn í fyrirtækinu núna en hinn helminginn eftir þrjú ár. Þangað til verður fyrirtækið á hendi gömlu eigendanna sem eru aðallega starfsmenn. Að auki eiga eftirlitsstofnanir, írskar og íslenskar eftir að leggja blessun sína yfir ráðahaginn, þannig að töluvert langt er í að smiðshöggið verði rekið á viðskiptin. Þau eiga sér langan aðdraganda. John Conray, forstjóri Merrion Capital, sagðist vera ánægður með kaup Landsbankans á fyrirtækinu. Hann sagðist hafa skoðað rekstur þeirra og að sér litist vel á hann. Landsbankamenn hafa verið grimmir í fyrirtækjakaupum á þessu ári. Í febrúar keyptu þeir breskt fyrirtæki og franskt fyrirtæki í september. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé að reyna að byggja upp fjármálafyrirtæki á meginlandi Evrópu og segir kaupin á Írlandi vera mikinn vaxtamarkað og hann sagði Merrion vera fjórða stærsta verðbréfafyrirtæki Írlands og að mörgu leyti mætti segja að breytingarnar á Írlandi og andinn í viðskiptum væru svipaðar og á Íslandi. Mikill vöxtur og fjárfestingar erlendra aðila og Írar í útrás eins og Íslendingar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira