Íröks menning verður í hávegum höfð á írökskum dögum sem haldnir verða á Ísafirði næstkomandi helgi. Matur, menning, ljóð og tónlist er meðal þess sem verður á dagskrá um helgina.
Hátíðin verður sett á Silfurtorginu á Ísafirði klukkan 17 og þá verður fánum Íslands og Íraks flaggað. Á föstudagskvöld verður írakst þema á veitingastaðnum Langa Manga og boðið verður meðal annars upp á írakska súpu. Á laugardeginum verður glæsilegt matar og menningaveisla en þá gefst gestum og gangandi færi á að kynna sér írakskan mat í Edinborgarhúsinu. Þar verða einnig lesin upp íröksk ljóð, íröksk tónlist verður spiluð og kynnt verður íröksk saga frá Mesópótamíu til nútímans.