Íslandsmeistarar Keflavíkur biðu lægri hlut fyrir finnska liðinu Lappeenranta í fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni í dag, 92-77, eftir að hafa verið 17 stigum undir í hálfleik.
AJ Moye var stigahæstur í liði Keflvíkinga með 24 stig, þar af 22 í síðari hálfleik, en Magnús Þór Gunnarsson kom næstur með 16 stig.