Háfleygi Íslendingurinn 26. október 2005 05:00 Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur. Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur.
Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira