Ritskoðun viljum við enga hafa – er það nokkuð? Illugi Jökulsson skrifar 20. október 2005 00:01 Ég er, held ég, ekki mjög gefinn fyrir að segja fólki hvaða skoðanir það má hafa. Það þýðir reyndar ekki að ég álíti allar skoðanir jafn gildar og þaðan af síður að ég mundi fylgja fordæmi Voltaires sem sagði eitthvað á þá leið að þótt hann fyrirliti skoðanir náunga síns þá færi hann óhikað í gálgann til varnar rétti náungans til að flagga þeim sömu skoðunum. Það eru voða margar skoðanir á kreiki í þessum heimi sem mundi ekki einu sinni hvarfla að mér að láta lífið fyrir. Og í því sambandi má kannski geta þess að Voltaire sjálfur dó á sóttarsæng, 84 ára gamall. En sem sagt, ég þykist ekki mjög hneigður til að segja fólki fyrir hvaða skoðanir eru leyfilegar. Þetta er formáli að fáeinum orðum um fjölmiðla og þá ætlun ríkisstjórnarinnar að setja lög um starfsemi þeirra, ekki síst eignarhald. Og kemur í kjölfar hins klossmisheppnaða fjölmiðlafrumvarps sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var látin mæla fyrir á síðasta ári, en engum duldist að var fyrst og fremst hugarfóstur og áhugamál Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra.STJÓRNLYNDI FER VAXANDI Um það spruttu frægar deilur eins og óþarft er að rekja í smáatriðum. Menn höfðu ýmsar skoðanir á málinu en meirihlutinn var þó augljóslega á því að burtséð frá hugsanlegri nauðsyn á lögum um eignarhald fjölmiðla, þá væru þessi tilteknu lög Davíðs alveg ótæk. Þau gengju alltof langt, þeim væri alltof augljóslega stefnt gegn meintum andstæðingum Davíðs og hans manna í viðskiptum og pólitík. Og vinnubrögð öll kringum þessi yfirvofandi lög bæru keim af valdníðslu og yfirgangi. Sjálfur lagði ég ævinlega áherslu á þessa ástæðu fyrir því að vera á móti lögunum í þeim pistlum, greinum og leiðurum sem ég skrifaði þá í DV um málið, en sagði svo alltaf kurteislega í framhjáhlaupi eitthvað á þá leið að vissulega gæti vel verið ástæða til að setja lög um fjölmiðla og eignarhald á þeim – það mætti bara ekki fara svona að því. Núorðið og jafnvel þá þegar var ég hins vegar í rauninni á móti öllum lögum um fjölmiðla. Margir segja sem svo að þar sem fjölmiðlar gegni svo viðkvæmu hlutverki í samfélaginu, þá sé öldungis sjálfsagt og eðlilegt og æskilegt að setja lög um starfsemi þeirra og eignarhald, en ég er eiginlega á því að það sé eiginlega þveröfugt. Af því að fjölmiðlar gegna svo viðkvæmu hlutverki í samfélaginu, þá sé þvert á móti eðlilegt og æskilegt að setja ekki lög um starfsemi þeirra. Og allra síst núna þegar stjórnlyndi í lagasetningu ríkisvaldsins virðist fara stórkostlega vaxandi, meira að segja og kannski ekki síst í herbúðum Sjálfstæðisflokksins sem hefur þó á tyllidögum í hávegum einstaklingsfrelsið og óheft framtak hvurs manns.EKKI INNMÚRUÐ SKOÐUN NÉ ÓFRÁVÍKJANLEG! En það má reyndar ennþá telja mér hughvarf, ef einhver hefur áhuga. Þetta er mér altso ekki alveg innmúruð skoðun og ófrávíkjanleg – eins og nú er í tísku að apa eftir ritstjóra Moggans. Og umfram allt finnst mér í góðu lagi að einhverjir aðrir hafi einhverja aðra skoðun á þessu heldur en ég. Þess vegna hef ég ekkert við það að athuga þótt nýir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, þau Geir Haarde formaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður, lýsi nú tiltölulega óvænt yfir þeirri skoðun sinni að nauðsyn beri til að herða töluvert á þeim ákvæðum sem virtust til skamms tíma eiga að felast í hinum nýju yfirvofandi lögum um fjölmiðla – og áttu að byggjast á starfi þeirrar seinni fjölmiðlanefndar sem skipuð var eftir fíaskó Davíðs í fyrra. Þessa skoðun er bæði Geir Haarde og Þorgerði Katrínu fullkomlega heimilt að hafa, þótt ég viðurkenni að mér finnst soldið billegt af þeim að hafa einmitt komist að einmitt þessari niðurstöðu eftir Davíð Oddsson hafði einmitt haldið einmitt þessu fram – ég man ekki hvort það var í hinni alræmdu lokaræðu hans á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eða í helgiritinu sem fylgdi Mogganum um þær sömu mundir. Skoðanir eru nefnilega alltaf skemmtilegri ef fólk hefur komið sér þeim upp sjálft en er ekki að endurtaka bara það sem einhver annar segir."EINA SKOÐUN ÆTLA ÉG AÐ BANNA GEIR HAARDE OG ÞORGERÐI KATRÍNU" En látum svo vera – það er mál þeirra Geirs og Þorgerðar Katrínar hvort þau koma sér upp sjálfstæðri skoðun á málinu eða enduróma skoðanir fyrrverandi formanns í flokknum þeirra. Ég er sem sagt ekki mikið gefinn fyrir að segja fólki hvaða skoðanir það má hafa. En eina skoðun ætla ég þó að banna þeim Geir Haarde og Þorgerði Katrínu að hafa. Alveg afdráttarlaust banna þeim. Það er sú skoðun að herða verði yfirvofandi lög um fjölmiðla "í ljósi atburða síðustu vikna". Eins og ég held ég fari rétt með að bæði Geir Haarde og Þorgerður Katrín hafi gefið í skyn, ef ekki beinlínis sagt berum orðum. "Atburðir síðustu vikna" – það eru uppljóstranir Fréttablaðsins um að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Moggans hafi verið að garfa í því sameiginlega að hjálpa Jóni Gerald Sullenberger að kæra Baugsfeðga fyrir einhver mér meira og minna ókunn misferli, hjálpa honum og reyndar hvetja hann eindregið til þess sýndist manni af tölvupóstunum – og við þessa sína aðstoð nutu þau ekki bara aðstoðar Jóns Steinars Gunnlaugssonar sérstaks trúnaðarvinar Davíðs Oddssonar sem tók að sér að vera lögmaður Jóns Geralds, heldur líka Kjartans Gunnarssonar sem er ekki síðri trúnaðarvinur Davíðs Oddssonar en Jón Steinar. Sem sagt – nánustu ráðgjafar Davíðs voru að plotta um málsókn gegn þeim mönnum sem Davíð hafði kjörið sér að sérlegum fjendum í íslensku samfélagi, þeim Baugsfeðgum, en manni er um leið ætlað að trúa því að hann hafi sjálfur ekki haft minnstu hugmynd um það – og ekki á neinn hátt verið gerandi í málinu, beint eða óbeint. Því fyrir það þvertók hann alla tíð og gerir enn.AUÐVITAÐ ÁTTU TÖLVUPÓSTARNIR ERINDI VIÐ ALMENNING Þetta voru mjög merkilegar fréttir sem áttu svo sannarlega erindi fyrir almenning, enda fá mál stærri í þjóðfélaginu síðustu misserin en Baugsmálið. Það er rétt að hafa ævinlega í huga og ítreka; þetta voru fréttir sem áttu erindi fyrir almenningssjónir. Sama hversu óþægilegt okkur kann að hafa þótt að gægjast svona í einkapóst þeirra Styrmis og Jónínu, og sama hversu óþægilegar afleiðingar þetta hafði fyrir þau persónulega. En núna virðast bæði Geir Haarde og Þorgerður Katrín fortakslaust tala eins og birting þessara gagna í Fréttablaðinu sé á einhvern hátt sönnun þess að setja þurfi ströng lög um fjölmiðla. Og hvað þýðir sú skoðun? Jú, ekki verður betur séð en þau skötuhjú á toppi Sjálfstæðisflokksins telji nú nauðsynlegt að setja einhver lög sem komið gætu í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Það er að segja að birtar séu fréttir sem eiga þó svo augljóst erindi til almennings. Það er ritskoðunarkeimur af þessu. Því miður – já, það er ritskoðunarkeimur af þessu. Þau virðast vilja setja einhver lög sem hefðu stoppað Fréttablaðið í birtingu þessara gagna. Því þau halda því fram að birting gagnanna í Fréttablaðinu hafi verið augljóst merki um að eigendur Fréttablaðsins hafi verið að "misnota" fjölmiðil sinn. "Það sér það hver maður," eins og ég held þau hafi meira að segja bæði haft orðrétt eftir Davíð. Og það megi ekki. Þetta er í raun mjög athyglisvert. Því það er til dæmis augljóst að jafnvel lögin hans Davíðs um fjölmiðlana, þau sem voru kveðin í kútinn í fyrra, þau hefðu á engan hátt komið í veg fyrir að Fréttablaðið birti tölvupósta Styrmis og Jónínu.FJÖLMIÐLALÖG DAVÍÐS HEFÐU EKKI HINDRAÐ BIRTINGU TÖLVUPÓSTANNA Því megin atriði þeirra gekk út á að sami aðili mætti ekki eiga bæði dagblað og ljósvakamiðil. Jafnvel þótt lögin hefðu gengið í gegn þá hefði Baugur vel mátt eiga áfram hlut sinn í Fréttablaðinu – og rétt að halda því til haga að Baugur á bara hlut í Fréttablaðinu, alls ekki blaðið allt og ekki einu sinni meirihluta. Hafi birting tölvupóstanna í Fréttablaðinu verið runnin undan rifjum eigendanna – en því trúi ég reyndar alls ekki, því ég þekki vinnubrögðin á Fréttablaðinu það vel – þá hefðu sem sagt fjölmiðlalög Davíðs ekki getað hindrað þá birtingu. Ef Geir Haarde og Þorgerður Katrín eru í alvöru að spekúlera í lögum sem hefðu getað komið í veg fyrir birtingu tölvupóstanna, þá hljóta þau sem sagt að vera að hugsa um lög sem eru strangari en meira að segja lögin hans Davíðs frá í fyrra. Þó að vísu sé líka rétt að halda því til haga að fyrstu frumvarpsdrög Davíðs voru víst miklu miklu strangari en þau sem á endanum komu þó fyrir almenningssjónir. Því fyrstu drögin voru svo ströng að meira að segja nánustu ráðgjöfum Davíðs rann kalt vatn milli skinns og hörunds og þau drög voru læst einhvers staðar ofan í skúffu í Valhöll, ef ekki bara sett í tætarann. Þar var kveðið á um að enginn mætti gefa út dagblað nema fá til þess leyfi frá ríkinu, og ýmislegt fleira skemmtilegt í sama dúr. Skemmtilegt í augum stjórnlyndra ríkisfasista, skulum við segja. Getur það virkilega verið að þau Geir og Þorgerður Katrín séu í fullri alvöru að hugsa um að setja einhver þau lög sem með einhverjum dularfullum hætti hefðu stoppað Fréttablaðið í að birta tölvupóstana? Bara af því þeir komu sér illa fyrir litla klíku í Sjálfstæðisflokknum?"SEM LYKTAR AF RITSKOÐUN. SEM ER RITSKOÐUN, SVO ÉG TALI NÚ ÖNGVA TÆPITUNGU ..." Þau segja náttúrlega nei. Ástæðan fyrir því að "atburðir síðustu vikna" sýni fram á nauðsyn þess að setja einhver lög um fjölmiðla, það sé sú ósvinna að Fréttablaðið hafi verið að birta einkapóst einstaklinga út í bæ. Felst þá í því að þau Geir Haarde og Þorgerður Katrín hafi tekið þá afstöðu að fjölmiðlar megi undir engum kringumstæðum birta slíka pósta – jafnvel þótt þar sé svo sannarlega fréttnæma hluti að finna? Sem skipta almenning í þessu landi verulegu máli. Svo hann megi fá gleggri mynd af því hvernig eitt stærsta mál samfélagsins upphófst. Það er spurning sem þau verða að svara. Það má minna á að málið er nú til meðferðar hjá dómstólum úr því Jónína Benediktsdóttir fékk sett lögbann á birtingu Fréttablaðsins á þessu tölvupóstum – og með einhverjum undarlegum hætti fékk hún líka sett lögbann á birtingu blaðsins á öllum fréttum sem byggðar væru á efni þeirra. Sem lyktar líka af ritskoðun. Sem er ritskoðun, svo ég tali nú öngva tæpitungu. En dómstólar eiga sem sagt eftir að komast að niðurstöðu um hvort þeir telji framgang Fréttablaðsins hafi verið réttlætanlegan eður ei. Ættu Geir Haarde og Þorgerður Katrín ekki að hinkra eftir niðurstöðu þeirra áður en þau fordæma svo afdráttarlaust birtingu tölvupóstanna í Fréttablaðinu? Ekkert endilega. Auðvitað mega þau hafa sína skoðun, burtséð frá niðurstöðu dómstóla. Ég held reyndar að niðurstaða dómstóla hljóti að verða sú að birting Fréttablaðsins á tölvupóstunum hafi verið fyllilega réttlætanleg – annað ber óleyfilegan keim af ritskoðun og ritskoðun viljum við enga hafa á Íslandi.TÖLVUPÓSTAR STYRMIS ÁTTU MEIRA ERINDI Á PRENT EN REIÐILESTUR ÖSSURAR En jafnvel þótt niðurstaða dómstóla yrði það stórslys að eitthvað hafi verið athugavert við birtingu Fréttablaðsins á þessum margumræddu tölvupóstum, þá ætla ég eftir sem áður að hafa þá skoðun að nefnd birting hafi ekki bara verið réttlætanleg heldur beinlínis skylda blaðsins. Sem alvarlegs fjölmiðils. Og má geta þess að sömu skoðun hljóta allir alvöru fjölmiðlamenn að hafa. Enda er sú raunin. Meira að segja Mogginn er á þessari skoðun í prinsipinu, eins og sést af því að Styrmir hefur óhikað birt tölvupósta sem alls ekki voru ætlaðir til opinberrar birtingar, og dugir hér að nefna frægan tölvupóst Össurar Skarphéðinssonar. Þótt Styrmir hafi svo skipt um skoðun þegar kom að tölvupóstum hans sjálfs. Þá var það allt í einu engan veginn réttlætanlegt. Þó snerist tölvupóstur Össurar Skarphéðinssonar bara um persónulega gremju hans út af því að bróður hans hafði verið sagt upp störfum af Baugi en tölvupóstar Styrmis snerust um eitt allra stærsta sakamál Íslandssögunnar, og hvernig það upphófst. Svo að því leyti er ólíku saman að jafna um hvað tölvupóstar Styrmis áttu miklu meira erindi til almennings heldur en reiðilestur Össurar. Enda þarf ekki annað en búa til einfalt dæmi til að sýna Geir Haarde og Þorgerði Katrínu fram á hversu augljóst það er að auðvitað áttu tölvupóstarnir erindi við almenning, alveg burtséð frá því hverjir eru eigendur Fréttablaðsins.EF GUNNAR SMÁRI OG STEFÁN JÓN OG GUNNA Ö OG RAGNAR AÐALSTEINSSON HEFÐU SETIÐ Á LEYNIFUNDUM ... Setjum nú svo að Samfylkingunni hefði gengið aðeins betur í síðustu kosningum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði orðið forsætisráðherra. Það munaði nú ekkert voðalega miklu svo dæmið er hreint ekki fráleitt. Setjum alla vega svo, og svo skulum við ímynda okkur að allt í einu hefði komið fram kærumál á hendur einhverjum mætum fjármálamanni úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins ... segjum bara að einhver hefði lagt fram kæru á hendur Kristni Björnssyni og sakað hann um allt illt. Ég get auðvitað ekki ímyndað mér hvað einhver kynni að eiga sökótt við Kristin Björnsson en setjum nú bara upp svona gjörsamlega fáránlegt dæmi. Alla vega – ef þetta gerðist nú, einhver færi að saka Kristin Björnsson um eitthvað ljótt og tækist að fá lögregluna til að rannsaka málið með tilheyrandi húsleit á skrifstofum Kristins og svoleiðis, þá færu fljótlega að heyrast raddir um að málið væri ábyggilega á einhverjum pólitískum rótum reist. Setjum nú ennfremur svo að því mundi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra hafna algerlega. Og segðist ekki hafa haft neitt um rannsókn málsins að segja, né yfirhöfuð vita nokkurn skapaðan hlut um hana. En síðan dúkkuðu upp tölvupóstar milli til dæmis Gunnars Smára Egilssonar og þeirra vondu manna sem hefðu staðið að baki kærunnar á hendur Kristni okkar Björnssyni. Þar sem fram kæmi að Gunnar Smári hefði lagt kærendum lið við að undirbúa kæruna – og hefði meðal annars leitað til nánustu ráðgjafa Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við matreiða málið ofan í lögregluna. Nefnum bara til sögunnar Stefán Jón Hafstein og Guðrúnu Ögmundsdóttur og þau hefðu setið á fundum með Gunnari Smára til að garfa í að fá Ragnar Aðalsteinsson lögmann til að reka málið fyrir kærendurna.MUNDU GEIR OG ÞORGERÐUR VERA Á MÓTI BIRTINGU TÖLVUPÓSTA RÁÐGJAFA INGIBJARGAR SÓLRÚNAR? Gæti Styrmir Gunnarsson haldið því fram af einhverri sannfæringu að hann mundi EKKI telja slíka tölvupósta eiga nokkurt erindi við lesendur Morgunblaðsins, hvernig svo sem þeir kynnu að hafa lent inn á skrifborði hans? Tala nú ekki um ef í póstunum kæmu fram undarlegar fullyrðingar um að "innmúruð og ófrávíkjanleg tryggð" allra viðkomandi við "ónefnda konu" skipti verulegu máli í öllum þessum málarekstri! Gætu Geir Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir haldið því fram af einhverri sannfæringu að þau teldu enga ástæðu til að birta slíka tölvupósta. Það væri meira að segja sérstaklega ámælisvert. Og gott ef ekki nauðsynlegt að setja lög til að koma í veg fyrir birtingu slíkra tölvupósta? Nei. Í stuttu máli sagt, nei, þau gætu ekki haldið því fram af neinni sannfæringu. Því vissulega væri það í meira lagi fréttnæmt, og aldeilis sjálfsagt af hvaða fjölmiðli sem er að birta slíkar upplýsingar. Þess vegna eru fullyrðingar Geirs og Þorgerðar Katrínar núna um að það sé af einhverjum sérstökum prinsipástæðum mikilvægt að setja einhver dularfull lög til að koma í veg fyrir birtingu tölvupósta af þessu tagi ... þess vegna eru þær fullyrðingar ekki sannfærandi. Vægast sagt ekki sannfærandi.ERGELSI Í PÓLITÍK MÁ EKKI HAFA ÁHRIF Á LAGASETNINGU Skoðanir þeirra á "atburðum síðustu vikna" eru því pólitískar. Þau eru á móti birtingu Fréttablaðsins á tölvupóstum Styrmis og Jónínu af því sú birting kom Sjálfstæðisflokknum illa, en þau mundu ekki vera á móti birtingu tölvupósta sem sýndu fram á að nánustu ráðgjafar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherra hefðu verið að plotta um mál gegn Kristni Björnssyni. Birtingu slíkra gagna mundu þau telja eðlilega og sjálfsagða skyldu hvers ábyrgs fjölmiðils. Það tel ég mig geta fullyrt. Ég freistast meira að segja til að segja: "Það sér það hver maður." Og þess vegna mega þau Geir og Þorgerður Katrín ekki hafa þá skoðun – þetta leyfi ég mér að segja þótt ég sé á móti því að banna fólki að hafa skoðanir – þess vegna mega þau ekki hafa þá skoðun að framferði Fréttablaðsins með birtingu tölvupóstanna eigi að hafa einhver áhrif á hugsanlega lagasetningu um fjölmiðla. Einmitt af því fjölmiðlar eru svo viðkvæmur þáttur í nútímasamfélagi og snerta tjáningarfrelsi og upplýsingaskyldu og rétt almennings til að vita í hvaða þjóðfélagi það lifir, þá má afstaða fólks til lagasetningar um þá ekki ráðast af stundarhagsmunum í pólitík. Eða ergelsi út af einhverjum tilteknum uppákomum í pólitík.ÞAU LÖG MYNDU SNÚAST UM RITSKOÐUN ... Fyrir nú utan það að einhver hugsanleg lög, sem gætu hafa stoppað Fréttablaðið í að birta tölvupóstana, þau mundu ekki snúast um eignarhald á fjölmiðlum. Því allir fjölmiðlar á Íslandi, sem vilja láta taka sig alvarlega, hefðu að sjálfsögðu birt tölvupóstana. Nema náttúrlega Mogginn. Ég hugsa að meira að segja á blaðinu Blaðinu hefðu verið uppi raddir sem ólmar hefðu viljað birta þetta. Því miður hefðu þær þó eflaust verið kveðnar í kútinn af þeim sem þar ráða, en ekki með glöðu geði. En lög sem hefðu getað stoppað birtingu gagnanna mundu altso ekki snúast um eignarhald á fjölmiðlum. Þau mundu ósköp einfaldlega snúast um ritskoðun. Og ritskoðun viljum við enga hafa á Íslandi. Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég er, held ég, ekki mjög gefinn fyrir að segja fólki hvaða skoðanir það má hafa. Það þýðir reyndar ekki að ég álíti allar skoðanir jafn gildar og þaðan af síður að ég mundi fylgja fordæmi Voltaires sem sagði eitthvað á þá leið að þótt hann fyrirliti skoðanir náunga síns þá færi hann óhikað í gálgann til varnar rétti náungans til að flagga þeim sömu skoðunum. Það eru voða margar skoðanir á kreiki í þessum heimi sem mundi ekki einu sinni hvarfla að mér að láta lífið fyrir. Og í því sambandi má kannski geta þess að Voltaire sjálfur dó á sóttarsæng, 84 ára gamall. En sem sagt, ég þykist ekki mjög hneigður til að segja fólki fyrir hvaða skoðanir eru leyfilegar. Þetta er formáli að fáeinum orðum um fjölmiðla og þá ætlun ríkisstjórnarinnar að setja lög um starfsemi þeirra, ekki síst eignarhald. Og kemur í kjölfar hins klossmisheppnaða fjölmiðlafrumvarps sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var látin mæla fyrir á síðasta ári, en engum duldist að var fyrst og fremst hugarfóstur og áhugamál Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra.STJÓRNLYNDI FER VAXANDI Um það spruttu frægar deilur eins og óþarft er að rekja í smáatriðum. Menn höfðu ýmsar skoðanir á málinu en meirihlutinn var þó augljóslega á því að burtséð frá hugsanlegri nauðsyn á lögum um eignarhald fjölmiðla, þá væru þessi tilteknu lög Davíðs alveg ótæk. Þau gengju alltof langt, þeim væri alltof augljóslega stefnt gegn meintum andstæðingum Davíðs og hans manna í viðskiptum og pólitík. Og vinnubrögð öll kringum þessi yfirvofandi lög bæru keim af valdníðslu og yfirgangi. Sjálfur lagði ég ævinlega áherslu á þessa ástæðu fyrir því að vera á móti lögunum í þeim pistlum, greinum og leiðurum sem ég skrifaði þá í DV um málið, en sagði svo alltaf kurteislega í framhjáhlaupi eitthvað á þá leið að vissulega gæti vel verið ástæða til að setja lög um fjölmiðla og eignarhald á þeim – það mætti bara ekki fara svona að því. Núorðið og jafnvel þá þegar var ég hins vegar í rauninni á móti öllum lögum um fjölmiðla. Margir segja sem svo að þar sem fjölmiðlar gegni svo viðkvæmu hlutverki í samfélaginu, þá sé öldungis sjálfsagt og eðlilegt og æskilegt að setja lög um starfsemi þeirra og eignarhald, en ég er eiginlega á því að það sé eiginlega þveröfugt. Af því að fjölmiðlar gegna svo viðkvæmu hlutverki í samfélaginu, þá sé þvert á móti eðlilegt og æskilegt að setja ekki lög um starfsemi þeirra. Og allra síst núna þegar stjórnlyndi í lagasetningu ríkisvaldsins virðist fara stórkostlega vaxandi, meira að segja og kannski ekki síst í herbúðum Sjálfstæðisflokksins sem hefur þó á tyllidögum í hávegum einstaklingsfrelsið og óheft framtak hvurs manns.EKKI INNMÚRUÐ SKOÐUN NÉ ÓFRÁVÍKJANLEG! En það má reyndar ennþá telja mér hughvarf, ef einhver hefur áhuga. Þetta er mér altso ekki alveg innmúruð skoðun og ófrávíkjanleg – eins og nú er í tísku að apa eftir ritstjóra Moggans. Og umfram allt finnst mér í góðu lagi að einhverjir aðrir hafi einhverja aðra skoðun á þessu heldur en ég. Þess vegna hef ég ekkert við það að athuga þótt nýir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, þau Geir Haarde formaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður, lýsi nú tiltölulega óvænt yfir þeirri skoðun sinni að nauðsyn beri til að herða töluvert á þeim ákvæðum sem virtust til skamms tíma eiga að felast í hinum nýju yfirvofandi lögum um fjölmiðla – og áttu að byggjast á starfi þeirrar seinni fjölmiðlanefndar sem skipuð var eftir fíaskó Davíðs í fyrra. Þessa skoðun er bæði Geir Haarde og Þorgerði Katrínu fullkomlega heimilt að hafa, þótt ég viðurkenni að mér finnst soldið billegt af þeim að hafa einmitt komist að einmitt þessari niðurstöðu eftir Davíð Oddsson hafði einmitt haldið einmitt þessu fram – ég man ekki hvort það var í hinni alræmdu lokaræðu hans á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eða í helgiritinu sem fylgdi Mogganum um þær sömu mundir. Skoðanir eru nefnilega alltaf skemmtilegri ef fólk hefur komið sér þeim upp sjálft en er ekki að endurtaka bara það sem einhver annar segir."EINA SKOÐUN ÆTLA ÉG AÐ BANNA GEIR HAARDE OG ÞORGERÐI KATRÍNU" En látum svo vera – það er mál þeirra Geirs og Þorgerðar Katrínar hvort þau koma sér upp sjálfstæðri skoðun á málinu eða enduróma skoðanir fyrrverandi formanns í flokknum þeirra. Ég er sem sagt ekki mikið gefinn fyrir að segja fólki hvaða skoðanir það má hafa. En eina skoðun ætla ég þó að banna þeim Geir Haarde og Þorgerði Katrínu að hafa. Alveg afdráttarlaust banna þeim. Það er sú skoðun að herða verði yfirvofandi lög um fjölmiðla "í ljósi atburða síðustu vikna". Eins og ég held ég fari rétt með að bæði Geir Haarde og Þorgerður Katrín hafi gefið í skyn, ef ekki beinlínis sagt berum orðum. "Atburðir síðustu vikna" – það eru uppljóstranir Fréttablaðsins um að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Moggans hafi verið að garfa í því sameiginlega að hjálpa Jóni Gerald Sullenberger að kæra Baugsfeðga fyrir einhver mér meira og minna ókunn misferli, hjálpa honum og reyndar hvetja hann eindregið til þess sýndist manni af tölvupóstunum – og við þessa sína aðstoð nutu þau ekki bara aðstoðar Jóns Steinars Gunnlaugssonar sérstaks trúnaðarvinar Davíðs Oddssonar sem tók að sér að vera lögmaður Jóns Geralds, heldur líka Kjartans Gunnarssonar sem er ekki síðri trúnaðarvinur Davíðs Oddssonar en Jón Steinar. Sem sagt – nánustu ráðgjafar Davíðs voru að plotta um málsókn gegn þeim mönnum sem Davíð hafði kjörið sér að sérlegum fjendum í íslensku samfélagi, þeim Baugsfeðgum, en manni er um leið ætlað að trúa því að hann hafi sjálfur ekki haft minnstu hugmynd um það – og ekki á neinn hátt verið gerandi í málinu, beint eða óbeint. Því fyrir það þvertók hann alla tíð og gerir enn.AUÐVITAÐ ÁTTU TÖLVUPÓSTARNIR ERINDI VIÐ ALMENNING Þetta voru mjög merkilegar fréttir sem áttu svo sannarlega erindi fyrir almenning, enda fá mál stærri í þjóðfélaginu síðustu misserin en Baugsmálið. Það er rétt að hafa ævinlega í huga og ítreka; þetta voru fréttir sem áttu erindi fyrir almenningssjónir. Sama hversu óþægilegt okkur kann að hafa þótt að gægjast svona í einkapóst þeirra Styrmis og Jónínu, og sama hversu óþægilegar afleiðingar þetta hafði fyrir þau persónulega. En núna virðast bæði Geir Haarde og Þorgerður Katrín fortakslaust tala eins og birting þessara gagna í Fréttablaðinu sé á einhvern hátt sönnun þess að setja þurfi ströng lög um fjölmiðla. Og hvað þýðir sú skoðun? Jú, ekki verður betur séð en þau skötuhjú á toppi Sjálfstæðisflokksins telji nú nauðsynlegt að setja einhver lög sem komið gætu í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Það er að segja að birtar séu fréttir sem eiga þó svo augljóst erindi til almennings. Það er ritskoðunarkeimur af þessu. Því miður – já, það er ritskoðunarkeimur af þessu. Þau virðast vilja setja einhver lög sem hefðu stoppað Fréttablaðið í birtingu þessara gagna. Því þau halda því fram að birting gagnanna í Fréttablaðinu hafi verið augljóst merki um að eigendur Fréttablaðsins hafi verið að "misnota" fjölmiðil sinn. "Það sér það hver maður," eins og ég held þau hafi meira að segja bæði haft orðrétt eftir Davíð. Og það megi ekki. Þetta er í raun mjög athyglisvert. Því það er til dæmis augljóst að jafnvel lögin hans Davíðs um fjölmiðlana, þau sem voru kveðin í kútinn í fyrra, þau hefðu á engan hátt komið í veg fyrir að Fréttablaðið birti tölvupósta Styrmis og Jónínu.FJÖLMIÐLALÖG DAVÍÐS HEFÐU EKKI HINDRAÐ BIRTINGU TÖLVUPÓSTANNA Því megin atriði þeirra gekk út á að sami aðili mætti ekki eiga bæði dagblað og ljósvakamiðil. Jafnvel þótt lögin hefðu gengið í gegn þá hefði Baugur vel mátt eiga áfram hlut sinn í Fréttablaðinu – og rétt að halda því til haga að Baugur á bara hlut í Fréttablaðinu, alls ekki blaðið allt og ekki einu sinni meirihluta. Hafi birting tölvupóstanna í Fréttablaðinu verið runnin undan rifjum eigendanna – en því trúi ég reyndar alls ekki, því ég þekki vinnubrögðin á Fréttablaðinu það vel – þá hefðu sem sagt fjölmiðlalög Davíðs ekki getað hindrað þá birtingu. Ef Geir Haarde og Þorgerður Katrín eru í alvöru að spekúlera í lögum sem hefðu getað komið í veg fyrir birtingu tölvupóstanna, þá hljóta þau sem sagt að vera að hugsa um lög sem eru strangari en meira að segja lögin hans Davíðs frá í fyrra. Þó að vísu sé líka rétt að halda því til haga að fyrstu frumvarpsdrög Davíðs voru víst miklu miklu strangari en þau sem á endanum komu þó fyrir almenningssjónir. Því fyrstu drögin voru svo ströng að meira að segja nánustu ráðgjöfum Davíðs rann kalt vatn milli skinns og hörunds og þau drög voru læst einhvers staðar ofan í skúffu í Valhöll, ef ekki bara sett í tætarann. Þar var kveðið á um að enginn mætti gefa út dagblað nema fá til þess leyfi frá ríkinu, og ýmislegt fleira skemmtilegt í sama dúr. Skemmtilegt í augum stjórnlyndra ríkisfasista, skulum við segja. Getur það virkilega verið að þau Geir og Þorgerður Katrín séu í fullri alvöru að hugsa um að setja einhver þau lög sem með einhverjum dularfullum hætti hefðu stoppað Fréttablaðið í að birta tölvupóstana? Bara af því þeir komu sér illa fyrir litla klíku í Sjálfstæðisflokknum?"SEM LYKTAR AF RITSKOÐUN. SEM ER RITSKOÐUN, SVO ÉG TALI NÚ ÖNGVA TÆPITUNGU ..." Þau segja náttúrlega nei. Ástæðan fyrir því að "atburðir síðustu vikna" sýni fram á nauðsyn þess að setja einhver lög um fjölmiðla, það sé sú ósvinna að Fréttablaðið hafi verið að birta einkapóst einstaklinga út í bæ. Felst þá í því að þau Geir Haarde og Þorgerður Katrín hafi tekið þá afstöðu að fjölmiðlar megi undir engum kringumstæðum birta slíka pósta – jafnvel þótt þar sé svo sannarlega fréttnæma hluti að finna? Sem skipta almenning í þessu landi verulegu máli. Svo hann megi fá gleggri mynd af því hvernig eitt stærsta mál samfélagsins upphófst. Það er spurning sem þau verða að svara. Það má minna á að málið er nú til meðferðar hjá dómstólum úr því Jónína Benediktsdóttir fékk sett lögbann á birtingu Fréttablaðsins á þessu tölvupóstum – og með einhverjum undarlegum hætti fékk hún líka sett lögbann á birtingu blaðsins á öllum fréttum sem byggðar væru á efni þeirra. Sem lyktar líka af ritskoðun. Sem er ritskoðun, svo ég tali nú öngva tæpitungu. En dómstólar eiga sem sagt eftir að komast að niðurstöðu um hvort þeir telji framgang Fréttablaðsins hafi verið réttlætanlegan eður ei. Ættu Geir Haarde og Þorgerður Katrín ekki að hinkra eftir niðurstöðu þeirra áður en þau fordæma svo afdráttarlaust birtingu tölvupóstanna í Fréttablaðinu? Ekkert endilega. Auðvitað mega þau hafa sína skoðun, burtséð frá niðurstöðu dómstóla. Ég held reyndar að niðurstaða dómstóla hljóti að verða sú að birting Fréttablaðsins á tölvupóstunum hafi verið fyllilega réttlætanleg – annað ber óleyfilegan keim af ritskoðun og ritskoðun viljum við enga hafa á Íslandi.TÖLVUPÓSTAR STYRMIS ÁTTU MEIRA ERINDI Á PRENT EN REIÐILESTUR ÖSSURAR En jafnvel þótt niðurstaða dómstóla yrði það stórslys að eitthvað hafi verið athugavert við birtingu Fréttablaðsins á þessum margumræddu tölvupóstum, þá ætla ég eftir sem áður að hafa þá skoðun að nefnd birting hafi ekki bara verið réttlætanleg heldur beinlínis skylda blaðsins. Sem alvarlegs fjölmiðils. Og má geta þess að sömu skoðun hljóta allir alvöru fjölmiðlamenn að hafa. Enda er sú raunin. Meira að segja Mogginn er á þessari skoðun í prinsipinu, eins og sést af því að Styrmir hefur óhikað birt tölvupósta sem alls ekki voru ætlaðir til opinberrar birtingar, og dugir hér að nefna frægan tölvupóst Össurar Skarphéðinssonar. Þótt Styrmir hafi svo skipt um skoðun þegar kom að tölvupóstum hans sjálfs. Þá var það allt í einu engan veginn réttlætanlegt. Þó snerist tölvupóstur Össurar Skarphéðinssonar bara um persónulega gremju hans út af því að bróður hans hafði verið sagt upp störfum af Baugi en tölvupóstar Styrmis snerust um eitt allra stærsta sakamál Íslandssögunnar, og hvernig það upphófst. Svo að því leyti er ólíku saman að jafna um hvað tölvupóstar Styrmis áttu miklu meira erindi til almennings heldur en reiðilestur Össurar. Enda þarf ekki annað en búa til einfalt dæmi til að sýna Geir Haarde og Þorgerði Katrínu fram á hversu augljóst það er að auðvitað áttu tölvupóstarnir erindi við almenning, alveg burtséð frá því hverjir eru eigendur Fréttablaðsins.EF GUNNAR SMÁRI OG STEFÁN JÓN OG GUNNA Ö OG RAGNAR AÐALSTEINSSON HEFÐU SETIÐ Á LEYNIFUNDUM ... Setjum nú svo að Samfylkingunni hefði gengið aðeins betur í síðustu kosningum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði orðið forsætisráðherra. Það munaði nú ekkert voðalega miklu svo dæmið er hreint ekki fráleitt. Setjum alla vega svo, og svo skulum við ímynda okkur að allt í einu hefði komið fram kærumál á hendur einhverjum mætum fjármálamanni úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins ... segjum bara að einhver hefði lagt fram kæru á hendur Kristni Björnssyni og sakað hann um allt illt. Ég get auðvitað ekki ímyndað mér hvað einhver kynni að eiga sökótt við Kristin Björnsson en setjum nú bara upp svona gjörsamlega fáránlegt dæmi. Alla vega – ef þetta gerðist nú, einhver færi að saka Kristin Björnsson um eitthvað ljótt og tækist að fá lögregluna til að rannsaka málið með tilheyrandi húsleit á skrifstofum Kristins og svoleiðis, þá færu fljótlega að heyrast raddir um að málið væri ábyggilega á einhverjum pólitískum rótum reist. Setjum nú ennfremur svo að því mundi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra hafna algerlega. Og segðist ekki hafa haft neitt um rannsókn málsins að segja, né yfirhöfuð vita nokkurn skapaðan hlut um hana. En síðan dúkkuðu upp tölvupóstar milli til dæmis Gunnars Smára Egilssonar og þeirra vondu manna sem hefðu staðið að baki kærunnar á hendur Kristni okkar Björnssyni. Þar sem fram kæmi að Gunnar Smári hefði lagt kærendum lið við að undirbúa kæruna – og hefði meðal annars leitað til nánustu ráðgjafa Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við matreiða málið ofan í lögregluna. Nefnum bara til sögunnar Stefán Jón Hafstein og Guðrúnu Ögmundsdóttur og þau hefðu setið á fundum með Gunnari Smára til að garfa í að fá Ragnar Aðalsteinsson lögmann til að reka málið fyrir kærendurna.MUNDU GEIR OG ÞORGERÐUR VERA Á MÓTI BIRTINGU TÖLVUPÓSTA RÁÐGJAFA INGIBJARGAR SÓLRÚNAR? Gæti Styrmir Gunnarsson haldið því fram af einhverri sannfæringu að hann mundi EKKI telja slíka tölvupósta eiga nokkurt erindi við lesendur Morgunblaðsins, hvernig svo sem þeir kynnu að hafa lent inn á skrifborði hans? Tala nú ekki um ef í póstunum kæmu fram undarlegar fullyrðingar um að "innmúruð og ófrávíkjanleg tryggð" allra viðkomandi við "ónefnda konu" skipti verulegu máli í öllum þessum málarekstri! Gætu Geir Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir haldið því fram af einhverri sannfæringu að þau teldu enga ástæðu til að birta slíka tölvupósta. Það væri meira að segja sérstaklega ámælisvert. Og gott ef ekki nauðsynlegt að setja lög til að koma í veg fyrir birtingu slíkra tölvupósta? Nei. Í stuttu máli sagt, nei, þau gætu ekki haldið því fram af neinni sannfæringu. Því vissulega væri það í meira lagi fréttnæmt, og aldeilis sjálfsagt af hvaða fjölmiðli sem er að birta slíkar upplýsingar. Þess vegna eru fullyrðingar Geirs og Þorgerðar Katrínar núna um að það sé af einhverjum sérstökum prinsipástæðum mikilvægt að setja einhver dularfull lög til að koma í veg fyrir birtingu tölvupósta af þessu tagi ... þess vegna eru þær fullyrðingar ekki sannfærandi. Vægast sagt ekki sannfærandi.ERGELSI Í PÓLITÍK MÁ EKKI HAFA ÁHRIF Á LAGASETNINGU Skoðanir þeirra á "atburðum síðustu vikna" eru því pólitískar. Þau eru á móti birtingu Fréttablaðsins á tölvupóstum Styrmis og Jónínu af því sú birting kom Sjálfstæðisflokknum illa, en þau mundu ekki vera á móti birtingu tölvupósta sem sýndu fram á að nánustu ráðgjafar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherra hefðu verið að plotta um mál gegn Kristni Björnssyni. Birtingu slíkra gagna mundu þau telja eðlilega og sjálfsagða skyldu hvers ábyrgs fjölmiðils. Það tel ég mig geta fullyrt. Ég freistast meira að segja til að segja: "Það sér það hver maður." Og þess vegna mega þau Geir og Þorgerður Katrín ekki hafa þá skoðun – þetta leyfi ég mér að segja þótt ég sé á móti því að banna fólki að hafa skoðanir – þess vegna mega þau ekki hafa þá skoðun að framferði Fréttablaðsins með birtingu tölvupóstanna eigi að hafa einhver áhrif á hugsanlega lagasetningu um fjölmiðla. Einmitt af því fjölmiðlar eru svo viðkvæmur þáttur í nútímasamfélagi og snerta tjáningarfrelsi og upplýsingaskyldu og rétt almennings til að vita í hvaða þjóðfélagi það lifir, þá má afstaða fólks til lagasetningar um þá ekki ráðast af stundarhagsmunum í pólitík. Eða ergelsi út af einhverjum tilteknum uppákomum í pólitík.ÞAU LÖG MYNDU SNÚAST UM RITSKOÐUN ... Fyrir nú utan það að einhver hugsanleg lög, sem gætu hafa stoppað Fréttablaðið í að birta tölvupóstana, þau mundu ekki snúast um eignarhald á fjölmiðlum. Því allir fjölmiðlar á Íslandi, sem vilja láta taka sig alvarlega, hefðu að sjálfsögðu birt tölvupóstana. Nema náttúrlega Mogginn. Ég hugsa að meira að segja á blaðinu Blaðinu hefðu verið uppi raddir sem ólmar hefðu viljað birta þetta. Því miður hefðu þær þó eflaust verið kveðnar í kútinn af þeim sem þar ráða, en ekki með glöðu geði. En lög sem hefðu getað stoppað birtingu gagnanna mundu altso ekki snúast um eignarhald á fjölmiðlum. Þau mundu ósköp einfaldlega snúast um ritskoðun. Og ritskoðun viljum við enga hafa á Íslandi. Eða hvað?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun