Mourinho hrósað fyrir Eið Smára 16. október 2005 00:01 Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira