Benitez ræðir við leikmenn sína 14. október 2005 00:01 Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira
Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira