Gunnar heiðar metinn á 250 millur 6. október 2005 00:01 Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Þá datt Halmstad í fjárhagslegan lukkupott í drættinum í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en sé tekið mið af sjónvarps- og auglýsingatekjum eru tekjur félagsins áætlaður um 350 milljónir króna.Markið glæsilega sem Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad gegn Djurgården á mánudaginn hefur sannarlega verið gulls ígildi eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Gunnar Heiðar, sem er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað alls 20 mörk fyrir Halmstad á leiktíðinni, er farinn að vekja athygli enskra úrvalsdeildarliða og Skysports greindi frá því í gær að Everton fylgdist grannt með gangi mála. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Halmstad og því bendir flest til þess að hann verði seldur þegar janúarglugginn opnast. Halmstad keypti Gunnar Heiðar af ÍBV á 5 til 7 milljónir króna í fyrrahaust en upphæðin hækkar eftir fjölda leikja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær ÍBV 10 prósent af söluverðinu þegar Gunnar Heiðar verður seldur frá Halmstad. ÍBV gæti því heldur betur dottið í lukkupottinn.Halmstad átti markakónginn í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og seldi hann til Ajax fyrir 400 milljónir króna. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að sjö félög í efstu deildum Evrópu fylgist grannt með Eyjapeyjanum. Auk enskra liða eru frönsk, hollensk og þýsk lið með hann undir smásjá. Halmstad dróst með Hertu Berlín, Lens, Sampdoria og Steaua Búkarest í riðli í Evrópukeppni félagsliða. Búist er við að Halmstad geti selt sjónvarpsréttinn fyrir dágóðar upphæðir. Halmstad er lítið félag á sænskan mælikvarða og Evrópukeppnin er því gullnáma og Gunnar Heiðar sannkallaður gullkálfur. Íslenski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Þá datt Halmstad í fjárhagslegan lukkupott í drættinum í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en sé tekið mið af sjónvarps- og auglýsingatekjum eru tekjur félagsins áætlaður um 350 milljónir króna.Markið glæsilega sem Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad gegn Djurgården á mánudaginn hefur sannarlega verið gulls ígildi eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Gunnar Heiðar, sem er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað alls 20 mörk fyrir Halmstad á leiktíðinni, er farinn að vekja athygli enskra úrvalsdeildarliða og Skysports greindi frá því í gær að Everton fylgdist grannt með gangi mála. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Halmstad og því bendir flest til þess að hann verði seldur þegar janúarglugginn opnast. Halmstad keypti Gunnar Heiðar af ÍBV á 5 til 7 milljónir króna í fyrrahaust en upphæðin hækkar eftir fjölda leikja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær ÍBV 10 prósent af söluverðinu þegar Gunnar Heiðar verður seldur frá Halmstad. ÍBV gæti því heldur betur dottið í lukkupottinn.Halmstad átti markakónginn í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og seldi hann til Ajax fyrir 400 milljónir króna. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að sjö félög í efstu deildum Evrópu fylgist grannt með Eyjapeyjanum. Auk enskra liða eru frönsk, hollensk og þýsk lið með hann undir smásjá. Halmstad dróst með Hertu Berlín, Lens, Sampdoria og Steaua Búkarest í riðli í Evrópukeppni félagsliða. Búist er við að Halmstad geti selt sjónvarpsréttinn fyrir dágóðar upphæðir. Halmstad er lítið félag á sænskan mælikvarða og Evrópukeppnin er því gullnáma og Gunnar Heiðar sannkallaður gullkálfur.
Íslenski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira