Keane ekki forgangsatriði 30. september 2005 00:01 Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, segir að samningaviðræður við fyrirliðann Roy Keane hafi ekki forgang í augnablikinu, heldur séu menn í herbúðum liðsins fyrst og fremst að einbeita sér að leiknum við Fulham í deildinni á sunnudaginn. Keane lét hafa það eftir sér í gær að hann ætti ekki von á því að verða áfram hjá liðinu, því samningaviðræður væru ekki hafnar eins og venja hafi verið undanfarin ár, en Keane hefur verið hjá liðinu í tólf ár. "Við vinnum hlutina eftir forgangsröð hérna og það sem við erum að einbeita okkur að núna er einfaldlega leikur helgarinnar. Við munum eiga við mál Keane fyrir luktum dyrum en ekki í fjölmiðlum," sagði Queiroz, en benti á að enginn kæmi í stað leikmanns eins og Roy Keane. "Það kemur enginn í stað leikmanna eins og Pele, Maradona, Eusebio eða Roy Keane. Þú býrð til ný lið í kring um nýja leikmenn" sagði hann. Phil Neville, sem gekk til liðs við Everton í sumar eftir að hafa leikið með Keane í tíu ár, sagði að ef Keane færi frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið. "Ef hann fer frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið og úrvalsdeildina í heild. Keane er einn allra besti leikmaður sem ég hef spilað með á ferlinum og menn verða bara að virða þá ákvörðun sem hann tekur. Mér finnst það heiður að hafa spilað með honum allan þennan tíma og ef skoðaðir eru stærstu leikir síðustu 10 ára í ensku knattspyrnunni, hefur hann oftar en ekki tekið þátt í þeim. Keane er líklega sigursælasti fyrirliði í sögu Manchester United og hans verður sárt saknað ef hann ákveður að fara frá félaginu," sagði Neville. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, segir að samningaviðræður við fyrirliðann Roy Keane hafi ekki forgang í augnablikinu, heldur séu menn í herbúðum liðsins fyrst og fremst að einbeita sér að leiknum við Fulham í deildinni á sunnudaginn. Keane lét hafa það eftir sér í gær að hann ætti ekki von á því að verða áfram hjá liðinu, því samningaviðræður væru ekki hafnar eins og venja hafi verið undanfarin ár, en Keane hefur verið hjá liðinu í tólf ár. "Við vinnum hlutina eftir forgangsröð hérna og það sem við erum að einbeita okkur að núna er einfaldlega leikur helgarinnar. Við munum eiga við mál Keane fyrir luktum dyrum en ekki í fjölmiðlum," sagði Queiroz, en benti á að enginn kæmi í stað leikmanns eins og Roy Keane. "Það kemur enginn í stað leikmanna eins og Pele, Maradona, Eusebio eða Roy Keane. Þú býrð til ný lið í kring um nýja leikmenn" sagði hann. Phil Neville, sem gekk til liðs við Everton í sumar eftir að hafa leikið með Keane í tíu ár, sagði að ef Keane færi frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið. "Ef hann fer frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið og úrvalsdeildina í heild. Keane er einn allra besti leikmaður sem ég hef spilað með á ferlinum og menn verða bara að virða þá ákvörðun sem hann tekur. Mér finnst það heiður að hafa spilað með honum allan þennan tíma og ef skoðaðir eru stærstu leikir síðustu 10 ára í ensku knattspyrnunni, hefur hann oftar en ekki tekið þátt í þeim. Keane er líklega sigursælasti fyrirliði í sögu Manchester United og hans verður sárt saknað ef hann ákveður að fara frá félaginu," sagði Neville.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira