Wembley verður klár

Enska knattspyrnusambandið segir að það hafi fengið staðfestingu á því frá verktökum um að bygging hins nýja þjóðarleikvangs verði tilbúin á tilsettum tíma fyrir bikarúrslitaleikinn í ensku knattspyrnunni þann 13. maí á næsta ári. Fréttir fyrir skömmu hermdu að aðeins um helmingslíkur væru á því að byggingin yrði tilbúin, en í kjölfarið var gerð ítarleg úttekt á málinu, sem leiddi í ljós að allar líkur eru á því að mannvirkið verði afhent þann 30. mars næstkomandi eins og til hafði staðið. Nýi leikvangurinn mun kosta 757 milljónir punda, eða rúma 83 milljarða íslenskra króna.