Leikjum lokið í Meistaradeildinni 27. september 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Pananthinaikos frá Grikklandi sigraði Werder Bremen 2-1 á heimavelli. Gonzales skoraði fyrsta mark heimamanna úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Mantzios þeim í 2-0. Miroslav Klose minnkaði muninn fyrir þýska liðið á 41. mínútu, en lengra komust þeir ekki. Barcelona vann auðveldan sigur á Udinese frá Ítalíu 4-1, en Udinese voru einum manni færri frá 49. mínútu eftir að Vidigal var vikið af velli. Það kom þó ekki mikið að sök fyrir þróun leiksins, því þegar þetta gerðist var Barcelona með 3-1 forystu. Ronaldinho skoraði þrennu í leiknum, þar af mark úr vítaspyrnu á lokasekúndunum og Deco skoraði eitt mark. Juventus vann sannfærandi sigur á Rapid Vín 3-0, þar sem framherjarnir Mutu, Trezeguet og Ibrahimovic skoruðu eitt mark hver. Bayern Munchen lagði Club Brugge 1-0 með marki frá varnarmanninum Demichelis á 33. mínútu og Thun vann góðan sigur á Spörtu frá Prag, þar sem Hodzic skoraði sigurmark heimamanna einni mínútu fyrir leikslok. Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Ajax í Amsterdam, 2-1. Ljungberg kom Arsenal yfir strax í byrjun og Pires bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar með marki frá sænska leikmanninum Rosenberg, en lengra komst Ajax ekki og niðurstaðan sigur Arsenal, sem byrjar vel í keppninni í ár. Að lokum gerðu Lille og Villareal markalaust jafntefli í Frakklandi. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Sjá meira
Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Pananthinaikos frá Grikklandi sigraði Werder Bremen 2-1 á heimavelli. Gonzales skoraði fyrsta mark heimamanna úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Mantzios þeim í 2-0. Miroslav Klose minnkaði muninn fyrir þýska liðið á 41. mínútu, en lengra komust þeir ekki. Barcelona vann auðveldan sigur á Udinese frá Ítalíu 4-1, en Udinese voru einum manni færri frá 49. mínútu eftir að Vidigal var vikið af velli. Það kom þó ekki mikið að sök fyrir þróun leiksins, því þegar þetta gerðist var Barcelona með 3-1 forystu. Ronaldinho skoraði þrennu í leiknum, þar af mark úr vítaspyrnu á lokasekúndunum og Deco skoraði eitt mark. Juventus vann sannfærandi sigur á Rapid Vín 3-0, þar sem framherjarnir Mutu, Trezeguet og Ibrahimovic skoruðu eitt mark hver. Bayern Munchen lagði Club Brugge 1-0 með marki frá varnarmanninum Demichelis á 33. mínútu og Thun vann góðan sigur á Spörtu frá Prag, þar sem Hodzic skoraði sigurmark heimamanna einni mínútu fyrir leikslok. Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Ajax í Amsterdam, 2-1. Ljungberg kom Arsenal yfir strax í byrjun og Pires bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar með marki frá sænska leikmanninum Rosenberg, en lengra komst Ajax ekki og niðurstaðan sigur Arsenal, sem byrjar vel í keppninni í ár. Að lokum gerðu Lille og Villareal markalaust jafntefli í Frakklandi.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Sjá meira