Slæmur fyrri hálfleikur í gær 24. september 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Tékkum 1-0 í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2007. Mark Tékka kom eftir aðeins átta mínútna leik. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim seinni og var óheppið að vinna ekki. Höfðu byrjað vel Fyrir leikinn í gær var íslenska liðið í efsta sæti riðilsins. Fyrstu tveir leikirnir voru góðir hjá liðinu, fyrst vannst sigur á Hvít-Rússum hér heima og svo jafntefli við Svía í eftirminnilegum leik ytra.Það var því mikið sjálfstraust í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í smábænum Kravare í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik notuðu íslensku stelpurna hálfleikinn til að þjappa sér saman og það var engu líkara en það væri nýtt íslenskt lið sem kom út úr búningsherbergjunum í síðari hálfleik. Þá fór boltinn að rúlla betur og fjölmörg færi sköpuðust. Það besta féll í skaut Margréti Láru Viðarsdóttur sem fór illa að ráði sínu í góðu færi. Mikil vonbrigði Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum ekki sáttur að leik loknum. „Þessi úrslit eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafntefli. Við sáum aldrei til sólar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mikið af færum. Við vorum óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki. Úr slíkum færum skorar Margrét Lára úr í níutíuogníu skiptum af hundrað. Svona er fótboltinn," sagði Jörundur Áki. Aðspurður hvaða leikmann hann hafi verið ánægðastur með sagði Jörundur: „Ég var í raun og veru ekki ánægður með einn eða neinn. Olga Færseth átti að vísu góða innkomu í byrjun síðari hálfleiks og á hrós skilið. Þetta tap í dag setur okkur í mjög erfið mál því aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum." Á sama tíma og íslenska liðið brotlenti gegn því tékkneska sigruðu sænsku stelpurnar þær hvítrússnesku með sex mörkum gegn engu og eru því komnar í efsta sæti riðilsins. Íslenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Tékkum 1-0 í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2007. Mark Tékka kom eftir aðeins átta mínútna leik. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim seinni og var óheppið að vinna ekki. Höfðu byrjað vel Fyrir leikinn í gær var íslenska liðið í efsta sæti riðilsins. Fyrstu tveir leikirnir voru góðir hjá liðinu, fyrst vannst sigur á Hvít-Rússum hér heima og svo jafntefli við Svía í eftirminnilegum leik ytra.Það var því mikið sjálfstraust í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í smábænum Kravare í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik notuðu íslensku stelpurna hálfleikinn til að þjappa sér saman og það var engu líkara en það væri nýtt íslenskt lið sem kom út úr búningsherbergjunum í síðari hálfleik. Þá fór boltinn að rúlla betur og fjölmörg færi sköpuðust. Það besta féll í skaut Margréti Láru Viðarsdóttur sem fór illa að ráði sínu í góðu færi. Mikil vonbrigði Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum ekki sáttur að leik loknum. „Þessi úrslit eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafntefli. Við sáum aldrei til sólar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mikið af færum. Við vorum óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki. Úr slíkum færum skorar Margrét Lára úr í níutíuogníu skiptum af hundrað. Svona er fótboltinn," sagði Jörundur Áki. Aðspurður hvaða leikmann hann hafi verið ánægðastur með sagði Jörundur: „Ég var í raun og veru ekki ánægður með einn eða neinn. Olga Færseth átti að vísu góða innkomu í byrjun síðari hálfleiks og á hrós skilið. Þetta tap í dag setur okkur í mjög erfið mál því aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum." Á sama tíma og íslenska liðið brotlenti gegn því tékkneska sigruðu sænsku stelpurnar þær hvítrússnesku með sex mörkum gegn engu og eru því komnar í efsta sæti riðilsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira