
Viðskipti innlent
Dregur úr verðbólgunni

Greiningardeild KB banka spáir því að nokkuð dragi úr verðbólgu í næsta mánuði. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þá verði hún hálft prósent. Það er minni verðbólga en í sama mánuði í fyrra og gangi spáin eftir þýðir það að verðbólga á ársgrundvelli verði 4,5 prósent en hún er nú 4,8 prósent.