Skuldir heimilanna vaxið um 19% 15. september 2005 00:01 Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. Margir hafa nýtt sér þann kost eftir að bankarnir fóru að bjóða ný húsnæðislán, að endurfjármagna gömul lán í húsnæðiskerfi bankanna og lækka greiðslubyrði sína til muna. Það hefur þó síst dregið úr yfirdráttarlánunum sem eru ein dýrustu lán sem fólk getur tekið og bera tæplega nítján prósent vexti. Heimilin skulduðu 966,5 milljarða í júní en 813 milljarða á sama tíma fyrir rúmu ári. Skuldirnar hafa því vaxið um 157 milljarða, eða nítján prósent. Af þessum skuldum heimilanna voru rúmir 67 milljarðar yfirdráttarlán. Upphæðin sveiflast allmikið milli mánaða til hækkunar og lækkunar. Alþýðusambandið hefur þó reiknað út að yfirdráttarlán heimilanna séu nú rúmum ellefu prósentum hærri en þau voru þegar þau lækkuðu mest út af nýju húsnæðislánunum. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna jafn mikla skuldasöfnun á jafn löngum tíma. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir þessa útlánaþróun mikið áhyggjuefni. Hún sé óhófleg og bankinn hafi haft áhyggjur af máinu í þónokkurn tíma. Hún torveldi hagstjórn og sé mikill verðbólguvaldur. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga fari upp undir átta prósent árið 2007. Viðskiptahallinn aukist einnig hratt og stefni í þrettán prósent á þessu ári og enn meira á næsta ári. Þetta þrýsti á lækkun krónunnar sem að öllum líkindum lækki um allt að fjórðung á næstu tveimur árum. Eiríkur segir að Seðlabankinn geri sitt besta til að ná sínu verðbólgumarkmiði sem sé 2,5 prósent til lengdar. Það sé hins vegar áhyggjuefni ef einhver trúi því að verðbólgan verði átta prósent eða meiri. Eiríkur segist þó ekki leggja trúnað á það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. Margir hafa nýtt sér þann kost eftir að bankarnir fóru að bjóða ný húsnæðislán, að endurfjármagna gömul lán í húsnæðiskerfi bankanna og lækka greiðslubyrði sína til muna. Það hefur þó síst dregið úr yfirdráttarlánunum sem eru ein dýrustu lán sem fólk getur tekið og bera tæplega nítján prósent vexti. Heimilin skulduðu 966,5 milljarða í júní en 813 milljarða á sama tíma fyrir rúmu ári. Skuldirnar hafa því vaxið um 157 milljarða, eða nítján prósent. Af þessum skuldum heimilanna voru rúmir 67 milljarðar yfirdráttarlán. Upphæðin sveiflast allmikið milli mánaða til hækkunar og lækkunar. Alþýðusambandið hefur þó reiknað út að yfirdráttarlán heimilanna séu nú rúmum ellefu prósentum hærri en þau voru þegar þau lækkuðu mest út af nýju húsnæðislánunum. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna jafn mikla skuldasöfnun á jafn löngum tíma. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir þessa útlánaþróun mikið áhyggjuefni. Hún sé óhófleg og bankinn hafi haft áhyggjur af máinu í þónokkurn tíma. Hún torveldi hagstjórn og sé mikill verðbólguvaldur. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga fari upp undir átta prósent árið 2007. Viðskiptahallinn aukist einnig hratt og stefni í þrettán prósent á þessu ári og enn meira á næsta ári. Þetta þrýsti á lækkun krónunnar sem að öllum líkindum lækki um allt að fjórðung á næstu tveimur árum. Eiríkur segir að Seðlabankinn geri sitt besta til að ná sínu verðbólgumarkmiði sem sé 2,5 prósent til lengdar. Það sé hins vegar áhyggjuefni ef einhver trúi því að verðbólgan verði átta prósent eða meiri. Eiríkur segist þó ekki leggja trúnað á það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira