25% lækkun á krónunni 15. september 2005 00:01 Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan fari upp undir átta prósent árið 2007 og að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir rúmlega sex prósenta hagvexti í ár, sem er mun meiri vöxtur en að meðaltali síðustu tíu árin, en spáð er að meðaltalið í OECD-ríkjunum í ár verði aðeins 2,6 prósenta hagvöxtur. Vöxtinn megi fyrst og fremst rekja til mikilla fjárfestinga, aukinnar einkaneyslu, drifinni áfram af auknum kaupmætti, háu gengi krónunnar, lágum vöxtum og mikillar hækkunar húsnæðisverðs. Merki ofþenslu megi sjá víða, til dæmis verðbólguna sem nú mælist 4,8 prósent og á eftir að aukast á næsta ári og fara upp undir átta prósent á þarnæsta ári. Viðskiptahallinn aukist líka hratt og stefni í 13 prósent á þessu ári og enn meiri á þarnæsta ári en það þrýsti á lækkun krónunnar sem að líkindum muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. Því séu líkur á skammvinnu samsdráttarskeiði innan tveggja ára. Sviptingar verði á mörgum sviðum árið 2007, með fjórðungs samdrætti í fjárfestingum, og samdrætti í kaupmætti og útgjöldum heimilanna. En samdráttarskeiðið verði stutt, meðal annars vegna vaxtar í útflutningi í kjölfar lækkunar krónunnar, ásamt stórauknum útlfutningi á áli. Árið 2008 fari svo aftur að stefna upp á við með 2,4 prósenta hagvexti, sem hækki upp í 3,4 prósent árið eftir, og er þá miðað við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan fari upp undir átta prósent árið 2007 og að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir rúmlega sex prósenta hagvexti í ár, sem er mun meiri vöxtur en að meðaltali síðustu tíu árin, en spáð er að meðaltalið í OECD-ríkjunum í ár verði aðeins 2,6 prósenta hagvöxtur. Vöxtinn megi fyrst og fremst rekja til mikilla fjárfestinga, aukinnar einkaneyslu, drifinni áfram af auknum kaupmætti, háu gengi krónunnar, lágum vöxtum og mikillar hækkunar húsnæðisverðs. Merki ofþenslu megi sjá víða, til dæmis verðbólguna sem nú mælist 4,8 prósent og á eftir að aukast á næsta ári og fara upp undir átta prósent á þarnæsta ári. Viðskiptahallinn aukist líka hratt og stefni í 13 prósent á þessu ári og enn meiri á þarnæsta ári en það þrýsti á lækkun krónunnar sem að líkindum muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum. Því séu líkur á skammvinnu samsdráttarskeiði innan tveggja ára. Sviptingar verði á mörgum sviðum árið 2007, með fjórðungs samdrætti í fjárfestingum, og samdrætti í kaupmætti og útgjöldum heimilanna. En samdráttarskeiðið verði stutt, meðal annars vegna vaxtar í útflutningi í kjölfar lækkunar krónunnar, ásamt stórauknum útlfutningi á áli. Árið 2008 fari svo aftur að stefna upp á við með 2,4 prósenta hagvexti, sem hækki upp í 3,4 prósent árið eftir, og er þá miðað við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira