Verðbólga þurrkar út launahækkun 13. september 2005 00:01 Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?