Líkur á gjaldeyriskreppu aukast 5. september 2005 00:01 Stórfelld útgáfa erlendra spákaupmanna á skuldabréfum í íslenskum krónum getur leitt til gengishruns með hættu á óðaverðbólgu ef Seðlabankinn lækkar vexti snögglega. Þannig hafa líkurnar á gengisfalli og gjaldeyriskreppu aukist verulega. Hagfræðingur KB banka segir að þetta gæti gert Seðlabankanum erfiðara um vik við að lækka vexti þótt efnahagsástandið kallaði eftir því. Sérfræðingar segja að það hafi einungis verið tímaspursmál hvenær spákaupmenn færu að láta til sín taka að einhverju ráði hér enda sé Ísland orðið þátttakandi. Þannig hefur útgáfa erlendra spákaupmanna á skuldabréfum í íslenskri mynt fyrir um átján milljarða króna leitt til hækkunar krónunnar að undanförnu. En sá böggull fylgir skammrifi að þessi markaður er mjög hvikull. Líkt og útgáfa spákaupmanna að undanförnu á skuldabréfum í íslenskum krónum fyrir um átján milljarða hefur leitt til þess að gengið hefur hækkað snögglega um tvö prósent að undanförnu, gæti það lækkað að sama skapi mjög snögglega ef útlit yrði fyrir vaxtalækkun. Það gæti leitt til harkalegrar lendingar gengisisins ef slíkar fjárfestingar koma til með aukast. Og þær koma með að aukast að mati KB banka, miðað við óbreytt ástand. Og útgáfa erlendra aðila á íslenskum skuldabréfum er ekki eina áhyggjuefnið í því sambandi heldur komi þar til viðbótar framvirkir samningar í íslenskum krónum fyrir tugi milljarða. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, segist telja að að hafi komið í veg fyrir hrun íslensku krónunnar þegar hún lækkaði snögglega árið 2001 að engir erlendir spákaupmenn voru á markaði hér. Hann segir einnig að mögulegt sé að Seðlabankinn þurfi að skrúfa upp vextina til þess að geta strýrt gengi krónunnar. Hann sagði það geta haft slæmar afleiðingar fyrir atvinnuvegina. Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Stórfelld útgáfa erlendra spákaupmanna á skuldabréfum í íslenskum krónum getur leitt til gengishruns með hættu á óðaverðbólgu ef Seðlabankinn lækkar vexti snögglega. Þannig hafa líkurnar á gengisfalli og gjaldeyriskreppu aukist verulega. Hagfræðingur KB banka segir að þetta gæti gert Seðlabankanum erfiðara um vik við að lækka vexti þótt efnahagsástandið kallaði eftir því. Sérfræðingar segja að það hafi einungis verið tímaspursmál hvenær spákaupmenn færu að láta til sín taka að einhverju ráði hér enda sé Ísland orðið þátttakandi. Þannig hefur útgáfa erlendra spákaupmanna á skuldabréfum í íslenskri mynt fyrir um átján milljarða króna leitt til hækkunar krónunnar að undanförnu. En sá böggull fylgir skammrifi að þessi markaður er mjög hvikull. Líkt og útgáfa spákaupmanna að undanförnu á skuldabréfum í íslenskum krónum fyrir um átján milljarða hefur leitt til þess að gengið hefur hækkað snögglega um tvö prósent að undanförnu, gæti það lækkað að sama skapi mjög snögglega ef útlit yrði fyrir vaxtalækkun. Það gæti leitt til harkalegrar lendingar gengisisins ef slíkar fjárfestingar koma til með aukast. Og þær koma með að aukast að mati KB banka, miðað við óbreytt ástand. Og útgáfa erlendra aðila á íslenskum skuldabréfum er ekki eina áhyggjuefnið í því sambandi heldur komi þar til viðbótar framvirkir samningar í íslenskum krónum fyrir tugi milljarða. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, segist telja að að hafi komið í veg fyrir hrun íslensku krónunnar þegar hún lækkaði snögglega árið 2001 að engir erlendir spákaupmenn voru á markaði hér. Hann segir einnig að mögulegt sé að Seðlabankinn þurfi að skrúfa upp vextina til þess að geta strýrt gengi krónunnar. Hann sagði það geta haft slæmar afleiðingar fyrir atvinnuvegina.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira