
Hvað verður um íslenska frelsið?
Og hvað felst í hugtakinu "frelsi" í þessu samhengi? Að geta sent börnin sín út að leika án þess að þurfa að fara með þeim eða sjá alltaf nákvæmlega hvar þau eru. Að geta fengið sér gönguferð í rökkrinu, einn með sjálfum sér, án þess að eiga á hættu að vera misþyrmt. Að geta farið út að skemmta sér með vinkonum sínum í pæjulegum fötum og fengið sér í glas án þess að vera þar með orðin réttmætt fórnarlamb nauðgunar. Frelsi til að gera sjálfsagða og eðlilega hluti sem í flestum öðrum löndum teljast til munaðar sem nánast enginn getur veitt sér eða telur sig eiga heimtingu á. En hvernig stendur íslenska frelsið þessa dagana?
Í sjónvarpsfréttunum um daginn var sagt frá því að konur þori ekki að kæra nauðganir vegna þess að sönnunarbyrðin er svo þung að þær treysta sér ekki til að bera hana. Í fyrradag var viðtal í fréttunum við konu sem hafði verið barin ítrekað í höfuðið með felgulykli af barnsföður sínum.
Á menningarsólarhringnum, frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns, voru tveir ungir menn stungnir með hnífi. Annar þeirra lést, hinn meiddist alvarlega. Að auki lá við að lögreglan missti stjórn á unglingunum í bænum, sem að sögn miðborgarprestsins fóru um bæinn í árásargjörnum torfum, ölvaðir og eftirlitslausir.
Af umfjöllun fjölmiðla að dæma er það ekki óalgengt að þeir sem fremja alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi langa sakaskrá að baki, hafi áður framið svipuð afbrot og eigi við ýmis vandamál að etja sem rekja má til geðsjúkdóma eða eiturlyfjaneyslu. Engu að síður eru þessir einstaklingar úti í samfélaginu þangað til þeir ganga nógu langt til að hægt sé að loka þá inni til langs tíma og vonandi veita þeim einhverja aðstoð. Að minnsta kosti verja samfélagið gegn þeim.
Og af hverju er það? Geðdeildirnar eru sveltar svo fársjúkir einstaklingar eigra úrræðalausir um göturnar. Fangelsin eru svo full að fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir því að sitja af sér dóma. Afbrotamenn eru svo komnir aftur út í samfélagið löngu áður en þeir eru tilbúnir að taka þátt í því, hvað þá að samfélagið geti tekið á móti þeim. Í samfélagi sem telur ekki nema á við lítið hverfi í stórborgum heimsins ætti þetta ekki að þurfa að vera svona. Vandamál sem hafa vaxið stórþjóðum yfir höfuð ættu að vera viðráðanlegri í svona litlu einangruðu samfélagi þar sem að auki ríkir almenn velmegun og meira að segja þensla. En það má ekki gleyma því að við erum samfélagið.
Fallegu, ríku, sterku "best í heimi" við erum samfélagið og við erum of önnum kafin við að reyna að standa okkur í einhverju óskilgreindu lífsgæðakapphlaupi til að taka nokkra ábyrgð á því sem gerist og er að gerast hjá okkur. Við fyllumst óhug þegar við heyrum um eitthvað sem getur skaðað glansímynd okkar af sjálfum okkur en tökum enga ábyrgð.Við krossleggjum bara fingurna þegar við heyrum um morð, rán og nauðganir og hugsum: vonandi ekki ég, sem betur fer ekki ég! Hvað þarf að gerast til að byggð verði almennileg fangelsi og góðar meðferðarstofnanir og fagfólk ráðið til vinnu þar gegn mannsæmandi launum? Hvaða glæpur er nógu alvarlegur til að við loksins teljum það þess virði að verja okkur almennilega, hlúa að þeim sem eru sjúkir og skaddaðir á meðal okkar á þann hátt sem þarf, þó það þýði að skilja þá frá samfélaginu þar til þeir teljast reiðubúnir til að taka þátt í því? Hvað kostar það mörg líf ? Og hvað verður um lífsgæðin okkar á meðan? Hvað verður um íslenska frelsið?
Brynhildur Björnsdóttir -brynhildur@frettabladid.is
Skoðun

Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám
Darri Rafn Hólmarsson skrifar

Yfirfull fangelsi, brostið kerfi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur
Árni B. Möller skrifar

Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga?
Erling Valur Ingason skrifar

5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra
Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar

Endurnýjun hugarfarsins
Bjarni Karlsson skrifar

Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi
Þórir Garðarsson skrifar

Góð vísa...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar