Takmörkuð þekking á landinu 31. ágúst 2005 00:01 Sæll Egill, oft kemst maður ekki hjá því þegar ferðast er með flugvélum að verða áheyrandi samtala þeirra sem sitja í nágrenninu. Eitt sinn heyrði ég erlendan mann sem sat í bekkjaröðinni fyrir aftan mig spyrja sessunaut sinn ungan íslending á þrítugsaldri, hvort ekki væru margir skíðastaðir á Íslandi. "Nei það eru engir", var svarið hjá hinum unga landa mínum. En hann leiðrétti sig eftir skamma stund. "Oh yes there is one in the country, Blue mountains close to Reykjavik." Hinn erlendi maður varð undrandi og sagði sér þætti þetta einkennilegt í svo fjöllóttu landi sem Ísland væri og mikið af jöklum. Ungi maðurinn hélt svo nákvæman og langan fyrirlestur um alla hina frábæru pöbba og veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur. Hvað skemmtanalífið væri fjörugt og auðvelt að finna sér stúlku. Hér virtist vera einn af þeim íslendingum sem aldrei fara út fyrir 101 svæðið nema þá í rútu til Keflavíkur. Það er harla einkennilegt að heyra fullorðinn íslending vita ekki að það séu 3 skíðastaðir í grennd Reykjavíkur auk hinna stóru skíðastaða á Eskifirði, Húsavík, Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Sauðárkrók og Ísafirði. Maður verður i vaxandi mæli var við þessa takmörkuðu þekkingu á landi okkar hjá fólki sem býr og heldur sig á 101/107 svæðinu. Þetta fólk margt hvert virðist haldið einhverri heimóttalegri þörf að vera sífellt að réttlæta búsetu sína á þessu svæði með því að tala niður til þeirra sem hafa kosið að búa annarsstaðar. Þetta kemur reglulega fram á heimasíðu þinni Egill og reyndar hjá sumu af þáttagerðarfólki útvarpsstöðvanna. Nýverið birtir þú pistil Hallgríms. Þar fer hann háðuglegum orðum um líf okkar úthverfunganna og hversu ömurlegt og innihaldslaust það sé. Engir listamenn þrífist úthverfunum, öll hugsun ófrjó og við þjökuð þunglyndisdoða. Sú mynd sem Hallgrímur dregur upp af okkur úthverfingunum samsamar sig við gaurana sem Halli og Laddi léku svo oft í áramótaskaupunum á sínum tíma og staðsettir voru á túnunum við Laugardalshöllina. Hallgrímur fullyrðir að hvergi sé bjór að hafa á pöbb í Grafarvognum og það eina sem til afþreyingar bjóðist sé kirkjan okkar. Til að bæta úr þekkingarleysi Hallgríms má benda á að allmargir snjallir rithöfundar og þekkt ljóðskáld búa í Grafarvoginum. Úr mínum bransa eru búsettir allmargir leiðandi tæknimenn í Grafarvoginum, sem halda uppi þróttmestu og framsæknustu fyrirtækjunum. Það eru nú einir 3 pöbbar í Grafarvoginum, auk þess stór dansstaður. Nokkur veitingahús og pizzastaðir og austurlenskur matsölustaður. Stærsta knattspyrnu- og tónleikahús landsins er þar, ásamt skautahöll. Tveir golfvellir, sundlaug, allnokkrir knattspyrnuvellir og 4 stór íþróttahús. Auk þess er í Grafarvoginum þéttriðnasta göngustígakerfi um íbúðarhverfin sem þekkist hér á landi og eins með fjörunni allt frá Elliðaánum upp í Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum er iðandi mannlíf. Ég er uppalinn í austurbænum, nánar Vogunum, og hef alla tíð búið á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar, utan liðlega eins árs sem ég átti heima vestast við Hringbrautina. Skelfing var oft rok þar og skelfing tók það langan tíma að komast í gegnum bæinn til vinnu, en á þeim tíma var aðalvinnustöð mín í Háaleitishverfinu. Sami tími fór til spillis ef maður ætlaði að fara á skíði eða ganga á Esjuna. Ég seldi íbúð mína og flutti upp í Grafarvog og hef verið þar í síðan eða í 17 ár. Ég uni hag mínum mun betur hér en í Vesturbænum, svo vel að ég finn enga þörf að réttlæta það með því að níða niður 101/107 svæðið eða það fólk sem kýs að búa þar. Það er svo öllu verra ef menn eru að gefa sig út fyrir að skrifa í kynningarbækur eða ástunda fyrirlestra um Ísland og íslendinga, þá verður maður að gera kröfu um að viðkomandi kynni sér helstu staðreyndir. Þrátt fyrir smellinn texta þá fellur hann niður á sama plan og hinn ungi flugfarþegi og það er eitthvað svo ástæðulaust Grafarvogi 28, ágúst 2005 Með góðum kveðjum Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill, oft kemst maður ekki hjá því þegar ferðast er með flugvélum að verða áheyrandi samtala þeirra sem sitja í nágrenninu. Eitt sinn heyrði ég erlendan mann sem sat í bekkjaröðinni fyrir aftan mig spyrja sessunaut sinn ungan íslending á þrítugsaldri, hvort ekki væru margir skíðastaðir á Íslandi. "Nei það eru engir", var svarið hjá hinum unga landa mínum. En hann leiðrétti sig eftir skamma stund. "Oh yes there is one in the country, Blue mountains close to Reykjavik." Hinn erlendi maður varð undrandi og sagði sér þætti þetta einkennilegt í svo fjöllóttu landi sem Ísland væri og mikið af jöklum. Ungi maðurinn hélt svo nákvæman og langan fyrirlestur um alla hina frábæru pöbba og veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur. Hvað skemmtanalífið væri fjörugt og auðvelt að finna sér stúlku. Hér virtist vera einn af þeim íslendingum sem aldrei fara út fyrir 101 svæðið nema þá í rútu til Keflavíkur. Það er harla einkennilegt að heyra fullorðinn íslending vita ekki að það séu 3 skíðastaðir í grennd Reykjavíkur auk hinna stóru skíðastaða á Eskifirði, Húsavík, Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Sauðárkrók og Ísafirði. Maður verður i vaxandi mæli var við þessa takmörkuðu þekkingu á landi okkar hjá fólki sem býr og heldur sig á 101/107 svæðinu. Þetta fólk margt hvert virðist haldið einhverri heimóttalegri þörf að vera sífellt að réttlæta búsetu sína á þessu svæði með því að tala niður til þeirra sem hafa kosið að búa annarsstaðar. Þetta kemur reglulega fram á heimasíðu þinni Egill og reyndar hjá sumu af þáttagerðarfólki útvarpsstöðvanna. Nýverið birtir þú pistil Hallgríms. Þar fer hann háðuglegum orðum um líf okkar úthverfunganna og hversu ömurlegt og innihaldslaust það sé. Engir listamenn þrífist úthverfunum, öll hugsun ófrjó og við þjökuð þunglyndisdoða. Sú mynd sem Hallgrímur dregur upp af okkur úthverfingunum samsamar sig við gaurana sem Halli og Laddi léku svo oft í áramótaskaupunum á sínum tíma og staðsettir voru á túnunum við Laugardalshöllina. Hallgrímur fullyrðir að hvergi sé bjór að hafa á pöbb í Grafarvognum og það eina sem til afþreyingar bjóðist sé kirkjan okkar. Til að bæta úr þekkingarleysi Hallgríms má benda á að allmargir snjallir rithöfundar og þekkt ljóðskáld búa í Grafarvoginum. Úr mínum bransa eru búsettir allmargir leiðandi tæknimenn í Grafarvoginum, sem halda uppi þróttmestu og framsæknustu fyrirtækjunum. Það eru nú einir 3 pöbbar í Grafarvoginum, auk þess stór dansstaður. Nokkur veitingahús og pizzastaðir og austurlenskur matsölustaður. Stærsta knattspyrnu- og tónleikahús landsins er þar, ásamt skautahöll. Tveir golfvellir, sundlaug, allnokkrir knattspyrnuvellir og 4 stór íþróttahús. Auk þess er í Grafarvoginum þéttriðnasta göngustígakerfi um íbúðarhverfin sem þekkist hér á landi og eins með fjörunni allt frá Elliðaánum upp í Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum er iðandi mannlíf. Ég er uppalinn í austurbænum, nánar Vogunum, og hef alla tíð búið á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar, utan liðlega eins árs sem ég átti heima vestast við Hringbrautina. Skelfing var oft rok þar og skelfing tók það langan tíma að komast í gegnum bæinn til vinnu, en á þeim tíma var aðalvinnustöð mín í Háaleitishverfinu. Sami tími fór til spillis ef maður ætlaði að fara á skíði eða ganga á Esjuna. Ég seldi íbúð mína og flutti upp í Grafarvog og hef verið þar í síðan eða í 17 ár. Ég uni hag mínum mun betur hér en í Vesturbænum, svo vel að ég finn enga þörf að réttlæta það með því að níða niður 101/107 svæðið eða það fólk sem kýs að búa þar. Það er svo öllu verra ef menn eru að gefa sig út fyrir að skrifa í kynningarbækur eða ástunda fyrirlestra um Ísland og íslendinga, þá verður maður að gera kröfu um að viðkomandi kynni sér helstu staðreyndir. Þrátt fyrir smellinn texta þá fellur hann niður á sama plan og hinn ungi flugfarþegi og það er eitthvað svo ástæðulaust Grafarvogi 28, ágúst 2005 Með góðum kveðjum Guðmundur Gunnarsson
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun