Réttarhöld aldarinnar? 16. ágúst 2005 00:01 Í dag verður þingtekið mál ákæruvaldsins á hendur sex einstaklingum í Baugsmálinu, máli sem margir koma væntanlega til með að kalla réttarhöld aldarinnar, í það minnsta í viðskiptalífinu, þó stutt sé liðið af 21. öldinni. Eftir hátt í þriggja ára rannsókn fer þetta umfangsmikla mál loks fyrir dómstóla þar sem má búast við að fréttir af því verði í brennidepli í haust og jafnvel fram eftir vetri, eftir því hvenær málsmeðferðin sjálf hefst. Dómurinn verður fjölskipaður og vart vanþörf á, ákærur eru margar hverjar mjög alvarlegar og umfang málsskjala gríðarlegt. Margir hafa nefnt Hafskipsmálið í tengslum við Baugsmálið. Umfang þess máls var mikið, réttarhöldin tóku langan tíma og voru eitt helsta fréttaefni landsins meðan þau stóðu yfir. Niðurstaðan þá var sú að sakborningar voru sakfelldir fyrir nokkur atriði en sýknaðir af flestum eða þeim vísað frá. Nú, tæpum tveimur áratugum síðar, eru menn enn ekki á eitt sáttir um arfleið þeirra réttarhalda. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í Baugsmálinu. Eitt er víst. Baugsmálið verður stærsta mál vetrarins nema eitthvað mjög stórt og óvænt komi upp á. Fjölmiðlar verða undirlagðir af fréttum um gang málsins. Framan af ber líklega mest á rökstuðningi ákæruvaldsins fyrir ákærunum, sá rökstuðningur fylgir ekki ákærunum og heyrist væntanlega fyrst þegar málið verður tekið fyrir. Hann hefur því að miklu leiti vantað í umræðu um málið að undanförnu og gæti orðið til að varpa enn frekara ljósi á ýmis atriði. Vörnin kemur næst að og loks samantekt saksóknara og verjenda í lokin. Svo er spurning um hvert framhaldið verður þegar dómur er fallinn í héraðsdómi. Hvernig sem er hlýtur að teljast öruggt að málið fari fyrir Hæstarétt. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sagði í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld að það kæmi honum ekki á óvart ef allir hæstaréttardómarar yrðu að segja sig frá málinu. Það sagði hann eðlilegt í ljósi tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson sem Baugsfeðgar hafa gagnrýnt harðlega og sakað um óeðlileg afskipti af máli þeirra. Í fréttum Bylgjunnar í gær var rætt við Magnús Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, sem lýsti sig ósammála þessu viðhorfi Brynjars og sagði Jón Steinar ekki svo tengdan málinu að aðrir dómarar þyrftu að víkja. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag verður þingtekið mál ákæruvaldsins á hendur sex einstaklingum í Baugsmálinu, máli sem margir koma væntanlega til með að kalla réttarhöld aldarinnar, í það minnsta í viðskiptalífinu, þó stutt sé liðið af 21. öldinni. Eftir hátt í þriggja ára rannsókn fer þetta umfangsmikla mál loks fyrir dómstóla þar sem má búast við að fréttir af því verði í brennidepli í haust og jafnvel fram eftir vetri, eftir því hvenær málsmeðferðin sjálf hefst. Dómurinn verður fjölskipaður og vart vanþörf á, ákærur eru margar hverjar mjög alvarlegar og umfang málsskjala gríðarlegt. Margir hafa nefnt Hafskipsmálið í tengslum við Baugsmálið. Umfang þess máls var mikið, réttarhöldin tóku langan tíma og voru eitt helsta fréttaefni landsins meðan þau stóðu yfir. Niðurstaðan þá var sú að sakborningar voru sakfelldir fyrir nokkur atriði en sýknaðir af flestum eða þeim vísað frá. Nú, tæpum tveimur áratugum síðar, eru menn enn ekki á eitt sáttir um arfleið þeirra réttarhalda. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í Baugsmálinu. Eitt er víst. Baugsmálið verður stærsta mál vetrarins nema eitthvað mjög stórt og óvænt komi upp á. Fjölmiðlar verða undirlagðir af fréttum um gang málsins. Framan af ber líklega mest á rökstuðningi ákæruvaldsins fyrir ákærunum, sá rökstuðningur fylgir ekki ákærunum og heyrist væntanlega fyrst þegar málið verður tekið fyrir. Hann hefur því að miklu leiti vantað í umræðu um málið að undanförnu og gæti orðið til að varpa enn frekara ljósi á ýmis atriði. Vörnin kemur næst að og loks samantekt saksóknara og verjenda í lokin. Svo er spurning um hvert framhaldið verður þegar dómur er fallinn í héraðsdómi. Hvernig sem er hlýtur að teljast öruggt að málið fari fyrir Hæstarétt. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sagði í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld að það kæmi honum ekki á óvart ef allir hæstaréttardómarar yrðu að segja sig frá málinu. Það sagði hann eðlilegt í ljósi tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson sem Baugsfeðgar hafa gagnrýnt harðlega og sakað um óeðlileg afskipti af máli þeirra. Í fréttum Bylgjunnar í gær var rætt við Magnús Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, sem lýsti sig ósammála þessu viðhorfi Brynjars og sagði Jón Steinar ekki svo tengdan málinu að aðrir dómarar þyrftu að víkja. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar