Frábært fordæmi 16. ágúst 2005 00:01 "Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
"Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira