Valdið eða fræðin? 12. ágúst 2005 00:01 Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun