Valdið eða fræðin? 12. ágúst 2005 00:01 Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun