Margfalda burðargetu GSM 12. ágúst 2005 00:01 Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Tæknin gerir notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s í kerfi Og Vodafone. EDGE styrkir hraðann í GPRS en GPRS (General Packet Radio Service) er viðbót við GSM kerfið og býr yfir allt að því 52 kb/s flutningshraða. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnt kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með EDGE er unnt að veita ýmiss konar þjónustu sem er möguleg í þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Prófanir vegna EDGE eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. EDGE kerfið mun nýtast vel fyrir þær vörur sem eru væntanlegar á þriðja og fjórða ársfjórðungi hjá Og Vodafone. Þá nýtist EDGE einnig vel fyrir þjónustu sem er nú þegar fyrir hendi hjá Og Vodafone. Má þar nefna Mörkin í símann, myndskilaboð (MMS) og niðurhal á leikjum og hringitónum sem berast með öflugri hætti til viðskiptavina með EDGE. Gert er ráð fyrir að EDGE tæknin nái til notenda á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði fyrst um sinn og eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér hvort GSM sími þeirra styðji EDGE. Kostnaður við uppbyggingu á fjarskiptakerfi Og Vodafone vegna EDGE væðingar og tengdra verkefna er áætlaður um 250 milljónir króna. Tæknin mun í senn styrkja núverandi tekjugrunn félagsins og skapa nýja tekjustrauma. "EDGE er mikil bylting fyrir viðskiptavini," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni því hún gefur færi á nýjum þjónustuleiðum til handa viðskiptavinum. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect, sem er gagnaflutningskort fyrir fartölvunotendur. Slíkt kort nýtist sérlega vel í GSM/EDGE. Vodafone Mobile Connect er væntanlegt fyrir viðskiptavini í haust. Það hefur nú þegar slegið í gegn víða erlendis. Við vonumst því til þess að EDGE eigi eftir að stuðla að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og efla burðargetu í GSM kerfinu verulega." Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Tæknin gerir notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s í kerfi Og Vodafone. EDGE styrkir hraðann í GPRS en GPRS (General Packet Radio Service) er viðbót við GSM kerfið og býr yfir allt að því 52 kb/s flutningshraða. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnt kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með EDGE er unnt að veita ýmiss konar þjónustu sem er möguleg í þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Prófanir vegna EDGE eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. EDGE kerfið mun nýtast vel fyrir þær vörur sem eru væntanlegar á þriðja og fjórða ársfjórðungi hjá Og Vodafone. Þá nýtist EDGE einnig vel fyrir þjónustu sem er nú þegar fyrir hendi hjá Og Vodafone. Má þar nefna Mörkin í símann, myndskilaboð (MMS) og niðurhal á leikjum og hringitónum sem berast með öflugri hætti til viðskiptavina með EDGE. Gert er ráð fyrir að EDGE tæknin nái til notenda á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði fyrst um sinn og eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér hvort GSM sími þeirra styðji EDGE. Kostnaður við uppbyggingu á fjarskiptakerfi Og Vodafone vegna EDGE væðingar og tengdra verkefna er áætlaður um 250 milljónir króna. Tæknin mun í senn styrkja núverandi tekjugrunn félagsins og skapa nýja tekjustrauma. "EDGE er mikil bylting fyrir viðskiptavini," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni því hún gefur færi á nýjum þjónustuleiðum til handa viðskiptavinum. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect, sem er gagnaflutningskort fyrir fartölvunotendur. Slíkt kort nýtist sérlega vel í GSM/EDGE. Vodafone Mobile Connect er væntanlegt fyrir viðskiptavini í haust. Það hefur nú þegar slegið í gegn víða erlendis. Við vonumst því til þess að EDGE eigi eftir að stuðla að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og efla burðargetu í GSM kerfinu verulega."
Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira