Hátæknisjúkrahús, víst! 11. ágúst 2005 00:01 Sæll Egill Svar til Brynjars Jóhannssonar - kemst ekki fyrir á automatískum svarara á netinu...svo ég sendi þér það bara. Bréfið - Að fjárfesta í spítala væri fyrirtaks aðgerð af hálfu hins opinbera. Skrif hér á síðunni benda til nokkurs skilningsleysis á hvernig heilbrigðiskerfið fúnkerar og sérstaklega spítalar. Höfundur ætti að kynna sér málið áður hann rasar meira út. Það er rétt er að tæki sjúkrahússins eru ekki kolaknúin - en ný tæki kosta gríðarfjármuni. Og endurnýja þarf tæki og búnað reglulega. Til að mynda kostar nýtt segulómtæki yfir eitthundrað milljónir - sem er mun meira en ýmis góðgerðarsamstök hafa úr að ráða og gefa. Það er því ljóst að ef framfarir eiga að vera á LSH þurfa fjármunir að renna frá ríkinu. Já og góður tækjabúnaður getur skipt sköpum þegar fólk er veikt. Ekki veit ég hvaða mælistiku höfundur bregður á íslenska heilbrigðiskerfið og metur það sem "nokkuð gott". Það sem höfundur hefur í dag - "nokkuð gott" heilbrigðiskerfi kostar mikla peninga. Gott og jafnvel frábært heilbrigðiskerfi kostar enn meira og það er mín skoðun Íslendingar hafa alveg efni á að verja fjármunum sínum í þennan málaflokk - mun heldur en fleiri fokdýr jarðgöng sem tengja eiga saman fámennar byggðir. LSH hefur staðið sig bærilega síðustu misseri - kostnaður við rekstur hans hefur ekki aukist síðastliðin 5 ár. Innlögnum sem og aðgerðum fjölgað - legudögum fækkað. Hagræðing af sameiningu virðist vera að skila sér (þetta eru upplýsingar öllum opnar - ekki bara mín skoðun). Að eiga háskólasjúkrahús er Íslendingum afar mikilvægt. Slíkt er Íslendingum til sóma og er drifkraftur vísindamanna í að gera en betur en nú er gert - íslenskir vísindamenn birta fleiri greinar (per capita) en kollegar í nágrannalöndum. Og slíkt er sjúklingum ganglegt. Vísindi er það sem knýr áfram framfarir í læknisfræðum. Mikið af þessu starfi fer fram á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Höfundur greinarkornsins að ofan getur verið stoltur af því. Margur er knár þótt hann sé smár. Ef fáranlegt er að íslendingar eigi háskólasjúkrahús þá er enn fáranlegra að land norður í Ballarhafi - sem einungis telur 300 þúsund hræður - eigi amk 8 háskóla, eigi einn fullkomnasta veiðiflota veraldar og sé eitt af ríkustu löndum í heimi. Og það breytir ekki því að Íslendingar sem verða veikir vilja fá sama stig þjónustu og árangur og fólk í Lundi og Chicago...þó svo að við búum í Ballarhafi. Hátæknisjúkrahús...ég get ekki beðið að vinna á slíkum stað. Kannski á höfundur að ofan eftir að þakka fyrir slíkt verði hann einhvern tíma lasinn. kv. Ragnar Ingvarsson læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Svar til Brynjars Jóhannssonar - kemst ekki fyrir á automatískum svarara á netinu...svo ég sendi þér það bara. Bréfið - Að fjárfesta í spítala væri fyrirtaks aðgerð af hálfu hins opinbera. Skrif hér á síðunni benda til nokkurs skilningsleysis á hvernig heilbrigðiskerfið fúnkerar og sérstaklega spítalar. Höfundur ætti að kynna sér málið áður hann rasar meira út. Það er rétt er að tæki sjúkrahússins eru ekki kolaknúin - en ný tæki kosta gríðarfjármuni. Og endurnýja þarf tæki og búnað reglulega. Til að mynda kostar nýtt segulómtæki yfir eitthundrað milljónir - sem er mun meira en ýmis góðgerðarsamstök hafa úr að ráða og gefa. Það er því ljóst að ef framfarir eiga að vera á LSH þurfa fjármunir að renna frá ríkinu. Já og góður tækjabúnaður getur skipt sköpum þegar fólk er veikt. Ekki veit ég hvaða mælistiku höfundur bregður á íslenska heilbrigðiskerfið og metur það sem "nokkuð gott". Það sem höfundur hefur í dag - "nokkuð gott" heilbrigðiskerfi kostar mikla peninga. Gott og jafnvel frábært heilbrigðiskerfi kostar enn meira og það er mín skoðun Íslendingar hafa alveg efni á að verja fjármunum sínum í þennan málaflokk - mun heldur en fleiri fokdýr jarðgöng sem tengja eiga saman fámennar byggðir. LSH hefur staðið sig bærilega síðustu misseri - kostnaður við rekstur hans hefur ekki aukist síðastliðin 5 ár. Innlögnum sem og aðgerðum fjölgað - legudögum fækkað. Hagræðing af sameiningu virðist vera að skila sér (þetta eru upplýsingar öllum opnar - ekki bara mín skoðun). Að eiga háskólasjúkrahús er Íslendingum afar mikilvægt. Slíkt er Íslendingum til sóma og er drifkraftur vísindamanna í að gera en betur en nú er gert - íslenskir vísindamenn birta fleiri greinar (per capita) en kollegar í nágrannalöndum. Og slíkt er sjúklingum ganglegt. Vísindi er það sem knýr áfram framfarir í læknisfræðum. Mikið af þessu starfi fer fram á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Höfundur greinarkornsins að ofan getur verið stoltur af því. Margur er knár þótt hann sé smár. Ef fáranlegt er að íslendingar eigi háskólasjúkrahús þá er enn fáranlegra að land norður í Ballarhafi - sem einungis telur 300 þúsund hræður - eigi amk 8 háskóla, eigi einn fullkomnasta veiðiflota veraldar og sé eitt af ríkustu löndum í heimi. Og það breytir ekki því að Íslendingar sem verða veikir vilja fá sama stig þjónustu og árangur og fólk í Lundi og Chicago...þó svo að við búum í Ballarhafi. Hátæknisjúkrahús...ég get ekki beðið að vinna á slíkum stað. Kannski á höfundur að ofan eftir að þakka fyrir slíkt verði hann einhvern tíma lasinn. kv. Ragnar Ingvarsson læknir
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun