Hver græðir og hver tapar? 10. ágúst 2005 00:01 Mál Andra Teitssonar, sem neitað var um fæðingarorlof hjá KEA, hefur hleypt illu blóði í marga og komið af stað umræðu um feðraorlof. Yfirmenn fyrirtækisins létu þá skoðun sína í ljós að þeir teldu að lög um fæðingarorlof ættu ekki að gilda um menn í lykilstöðum og spurningin er af hverju ekki? Af hverju getur maður í lykilstöðu ekki farið frá starfi í nokkra mánuði til að sinna nýfæddu barni? Getur virkilega enginn leyst hann af og er engin leið fyrir hann að setja sig inn í málin aftur að fríi loknu? Ef maðurinn er svona mikilvægur og ómissandi, af hverju er ekki allt gert til að halda í hann? Væri það ekki fyrirtækinu til framdráttar? Að vissu leyti er það skiljanlegt að það sé erfitt fyrir stórt fyrirtæki að missa frá sér mann í lykilstöðu. Það kostar tíma og peninga að þjálfa annan mann í starfið, og þá sérstaklega ef það er bara í nokkra mánuði. Það væri auðvitað best fyrir fyrirtækið að missa aldrei góðan mann úr vinnu, á sama hátt og það væri best að engin framleiðslutæki biluðu, og best væri að hleypa fólki aldrei í sumarfrí og láta það vinna allan sólarhringinn. Og best væri að þurfa aldrei að greiða desemberuppbót, eða eyða peningum í auglýsingar, eða kaupa síma og tölvur, best væri ef fyrirtækið þyrfti aldrei að eyða neinum peningum. Raunin er hins vegar sú að útgjöld eru hluti af rekstri og fæðingarorlof er einfaldlega meðal nauðsynlegra útgjalda, og þarf að viðurkenna sem slíkt. Það eru kröfur samtímans. Hagsmunir fyrirtækisins annars vegar og fjölskyldunnar hins vegar eiga erfitt með að mætast þegar fyrirtækið sleppir ekki taki á starfsmanni sínum svo hann geti sinnt skyldu sinni gagnvart fjölskyldunni þegar mest á reynir. Hægt er að velta því fyrir sér hvort karlmanni væri mætt með jafn mikilli hörku ef eiginkonan hefði fallið frá og hann ætti ekki annarra kosta völ en að þurfa að sjá um börnin. Samfélagið gerir enn ráð fyrir því að börnin séu fyrst og fremst á ábyrgð móðurinnar og ef feðrum er meinað að taka fæðingarorlof þýðir það aðeins að atvinnurekendum þykir það nóg að móðirin sé heima við og það sé nóg að barnið hljóti umhyggju foreldra sinna aðeins í sex mánuði. Vissulega er ekki hægt að þræta fyrir það að ábyrgðin hvíli meira á konunni til að byrja með af þeirri einföldu líffræðilegu ástæðu að það er hún sem elur barnið og fæðir, en barneignir eru ekki sérstakt gæluverkefni kvenna. Börn eru ekki fjandmenn atvinnulífsins þó þau haldi foreldrum sínum stundum frá vinnu. Ekki má gleyma að börnin eru framtíðin, framtíðarviðskiptavinir fyrirtækjanna og jafnvel framtíðarstarfsmenn. Það er ansi mikilvægt að það sé til fólk eftir nokkur ár. Fyrirtækin og atvinnurekendur græða á því að börn fæðist. Hvað myndi gerast ef börn hættu að koma í heiminn því fólk á barneignaaldri sér sér ekki fært að komast frá vinnu til að sinna barni? Þau rök að faðirinn þurfi að fá tækifæri til að kynnast barninu sínu eru oft einu rökin sem notuð eru til stuðnings fæðingarorlofi fyrir feður. Það eru góð og gild rök, en sumum þykir þau ekki nægja. Jafnframt hafa feður verið ásakaðir um að misnota kerfið til þess eins að græða peninga, og þeir geri lítið annað í orlofinu en að slappa af og hafa það gott. Oft vill það þó gleymast að það er heilmikið starf að sjá um ungbarn og þá sérstaklega ef fleiri börn eru á heimilinu. Það er ekki langt síðan hjón fóru að búa einsömul með sínum börnum. Það er ekki langt síðan stórfjölskyldur bjuggu saman og studdu við bakið á hver annarri þegar börnin komu í heiminn. Vandamál er komið upp þar sem fjölskyldur eiga í flestum tilfellum ekki annan kost en að hafa báða foreldrana útivinnandi. Og það er enginn heima til að hjálpa til. Móðirinn er því oftar en ekki alein heima við með barnið. Orlof feðra snýst því ekki bara um að þeir séu heima til að kynnast barninu sínu, heldur til að aðstoða við það mikla verk sem fylgir því að sinna því, vegna þess að barnið er alveg jafnmikið á ábyrgð feðra og mæðra. Þar sem stórfjölskyldan býr ekki lengur öll undir sama þaki og afi og amma eru útivinnandi er það samfélagið í heild sinni sem verður að taka á sig þá ábyrgð að rétta hjálparhönd með því að auðvelda foreldrum að sinna nýfæddu barni sínu. Og ekki bara nýfæddu, heldur einnig þegar fram í sækir, því börnin skipta máli. Fæðingarorlof karla er nýtt af nálinni og er eðlilegt að það taki smá tíma að það þyki sjálfsagður hlutur. Aftur á móti er það sorglegt ef atvinnulífið getur ekki unnt karlkyns starfsmönnum sínum að taka fæðingarorlof eins og þeir eiga fullan rétt á. Ef starfsmaðurinn er það góður að fyrirtækið geti ekki hugsað sér að missa hann, væri þá ekki vænlegt að gera allt til að auðvelda honum að takast á við fjölskyldulífið? Það skilar enn betri starfsmanni og allir græða. Þau fyrirtæki sem spyrna gegn fæðingarorlofi feðra tapa svo miklu meira en bara starfsmanni.Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Mál Andra Teitssonar, sem neitað var um fæðingarorlof hjá KEA, hefur hleypt illu blóði í marga og komið af stað umræðu um feðraorlof. Yfirmenn fyrirtækisins létu þá skoðun sína í ljós að þeir teldu að lög um fæðingarorlof ættu ekki að gilda um menn í lykilstöðum og spurningin er af hverju ekki? Af hverju getur maður í lykilstöðu ekki farið frá starfi í nokkra mánuði til að sinna nýfæddu barni? Getur virkilega enginn leyst hann af og er engin leið fyrir hann að setja sig inn í málin aftur að fríi loknu? Ef maðurinn er svona mikilvægur og ómissandi, af hverju er ekki allt gert til að halda í hann? Væri það ekki fyrirtækinu til framdráttar? Að vissu leyti er það skiljanlegt að það sé erfitt fyrir stórt fyrirtæki að missa frá sér mann í lykilstöðu. Það kostar tíma og peninga að þjálfa annan mann í starfið, og þá sérstaklega ef það er bara í nokkra mánuði. Það væri auðvitað best fyrir fyrirtækið að missa aldrei góðan mann úr vinnu, á sama hátt og það væri best að engin framleiðslutæki biluðu, og best væri að hleypa fólki aldrei í sumarfrí og láta það vinna allan sólarhringinn. Og best væri að þurfa aldrei að greiða desemberuppbót, eða eyða peningum í auglýsingar, eða kaupa síma og tölvur, best væri ef fyrirtækið þyrfti aldrei að eyða neinum peningum. Raunin er hins vegar sú að útgjöld eru hluti af rekstri og fæðingarorlof er einfaldlega meðal nauðsynlegra útgjalda, og þarf að viðurkenna sem slíkt. Það eru kröfur samtímans. Hagsmunir fyrirtækisins annars vegar og fjölskyldunnar hins vegar eiga erfitt með að mætast þegar fyrirtækið sleppir ekki taki á starfsmanni sínum svo hann geti sinnt skyldu sinni gagnvart fjölskyldunni þegar mest á reynir. Hægt er að velta því fyrir sér hvort karlmanni væri mætt með jafn mikilli hörku ef eiginkonan hefði fallið frá og hann ætti ekki annarra kosta völ en að þurfa að sjá um börnin. Samfélagið gerir enn ráð fyrir því að börnin séu fyrst og fremst á ábyrgð móðurinnar og ef feðrum er meinað að taka fæðingarorlof þýðir það aðeins að atvinnurekendum þykir það nóg að móðirin sé heima við og það sé nóg að barnið hljóti umhyggju foreldra sinna aðeins í sex mánuði. Vissulega er ekki hægt að þræta fyrir það að ábyrgðin hvíli meira á konunni til að byrja með af þeirri einföldu líffræðilegu ástæðu að það er hún sem elur barnið og fæðir, en barneignir eru ekki sérstakt gæluverkefni kvenna. Börn eru ekki fjandmenn atvinnulífsins þó þau haldi foreldrum sínum stundum frá vinnu. Ekki má gleyma að börnin eru framtíðin, framtíðarviðskiptavinir fyrirtækjanna og jafnvel framtíðarstarfsmenn. Það er ansi mikilvægt að það sé til fólk eftir nokkur ár. Fyrirtækin og atvinnurekendur græða á því að börn fæðist. Hvað myndi gerast ef börn hættu að koma í heiminn því fólk á barneignaaldri sér sér ekki fært að komast frá vinnu til að sinna barni? Þau rök að faðirinn þurfi að fá tækifæri til að kynnast barninu sínu eru oft einu rökin sem notuð eru til stuðnings fæðingarorlofi fyrir feður. Það eru góð og gild rök, en sumum þykir þau ekki nægja. Jafnframt hafa feður verið ásakaðir um að misnota kerfið til þess eins að græða peninga, og þeir geri lítið annað í orlofinu en að slappa af og hafa það gott. Oft vill það þó gleymast að það er heilmikið starf að sjá um ungbarn og þá sérstaklega ef fleiri börn eru á heimilinu. Það er ekki langt síðan hjón fóru að búa einsömul með sínum börnum. Það er ekki langt síðan stórfjölskyldur bjuggu saman og studdu við bakið á hver annarri þegar börnin komu í heiminn. Vandamál er komið upp þar sem fjölskyldur eiga í flestum tilfellum ekki annan kost en að hafa báða foreldrana útivinnandi. Og það er enginn heima til að hjálpa til. Móðirinn er því oftar en ekki alein heima við með barnið. Orlof feðra snýst því ekki bara um að þeir séu heima til að kynnast barninu sínu, heldur til að aðstoða við það mikla verk sem fylgir því að sinna því, vegna þess að barnið er alveg jafnmikið á ábyrgð feðra og mæðra. Þar sem stórfjölskyldan býr ekki lengur öll undir sama þaki og afi og amma eru útivinnandi er það samfélagið í heild sinni sem verður að taka á sig þá ábyrgð að rétta hjálparhönd með því að auðvelda foreldrum að sinna nýfæddu barni sínu. Og ekki bara nýfæddu, heldur einnig þegar fram í sækir, því börnin skipta máli. Fæðingarorlof karla er nýtt af nálinni og er eðlilegt að það taki smá tíma að það þyki sjálfsagður hlutur. Aftur á móti er það sorglegt ef atvinnulífið getur ekki unnt karlkyns starfsmönnum sínum að taka fæðingarorlof eins og þeir eiga fullan rétt á. Ef starfsmaðurinn er það góður að fyrirtækið geti ekki hugsað sér að missa hann, væri þá ekki vænlegt að gera allt til að auðvelda honum að takast á við fjölskyldulífið? Það skilar enn betri starfsmanni og allir græða. Þau fyrirtæki sem spyrna gegn fæðingarorlofi feðra tapa svo miklu meira en bara starfsmanni.Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun