Atkvæðagreiðsla um samninga kærð 10. ágúst 2005 00:01 Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent