Rokk stafrænu kynslóðarinnar? 8. ágúst 2005 00:01 Hvetja tölvuleikir til ofbeldis?" stendur á forsíðu breska tímaritsins The Economist. Þar er reynt að leita svara við spurningunni hvort ofbeldið í tölvuleikjaiðnaðinum sé komið fram úr hófi. "Menningarárekstur" ungu og eldri kynslóðarinnar er kannski ekki nýr af nálinni. Sókrates var dæmdur til dauða vegna þess að hann var talinn hafa slæm áhrif á æskuna. Greinarhöfundur The Economist tekur rokkið sem dæmi. Það hafi valdið svo mikilli hneykslan meðal siðprúðra borgara að reynt var að banna það með þeim formerkjum að það hvetti hana til óæskilegrar hegðunar. Nú er kynslóðin sem fékk að hlusta á Bítlana og Elvis búin að finna sitt "rokk" sem þarf að stöðva. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto (GTA) er uppsprettan að umræðunni í The Economist. Í ljós hefur komið að hann innihélt dulin klámborð sem hægt var að nálgast á netinu. Þessi leikur hefur verið óhemju vinsæll hér á landi og um tíma var hann nánast ófáanlegur, slík var eftirspurnin. Hann hefur einnig verið fordæmdur af siðapostulum um allan heim, ekki að ósekju. Leikurinn gengur út á það við fyrstu sýn að ræna, berja, meiða og brjóta öll hugsanleg lög. Þá segja sumir að leikurinn ali á kvenfyrirlitningu. Greinarhöfundur The Economist bendir þó á að leikurinn sé alls ekki ólíkur gömlu fallegu ævintýrunum þar sem prinsinn þurfti að leysa margvíslegar þrautir til að fá prinssesuna. Í GTA þurfi þátttakendur að takast á við áskoranir þannig að glæpaforingi hafi eitthvað í höndunum ef hann er til dæmis í miðri gíslatöku. Leikurinn hefur nú verið bannaður í Ástralíu og aldurstakmarkið í öðrum löndum hækkað. Hann er ekki lengur flokkaður sem M (Mature) heldur Adult Only sem þýðir að kaupandinn þarf að vera 18 ára. Þessi "uppgötvun" hefur einnig verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að tölvuleikir séu af hinu illa. Í Bandaríkjunum hefur þessi umræða farið hvað hæst og rekur The Economist hana. Þar hefur Hillary Clinton verið í broddi fylkingar og látið hafa eftir sér að tölvuleikir séu að spilla sakleysi barnanna. "Þeir gera hlutverk foreldra mun erfiðara en það er nú þegar," lét hún hafa eftir sér. Clinton hefur farið fram á að opinber rannsókn skoði hvað hafi farið úrskeiðis og hvort aldurstakmarkið sé virt hjá tölvuleikjafyrirtækjum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir sem spili tölvuleiki eru undir fjörutíu ára aldri. Stærstur hluti þeirra séu karlmenn undir þrítugu sem hafi alist upp við tölvuleiki. Aðeins einn þriðji þeirra sem spili tölvuleiki af alvöru í Bandaríkjunum séu undir 18 ára. Blaðið nefnir enn fremur nýlega rannsókn Dmitri Williams sem hefur sérhæft sig í áhrifum afþreyingariðnarins. Williams fékk hóp til að spila hlutverkanetleikinn Asheron’s Call 2 sem gengur út að vafra um ævintýraveröld og drepa skrímsli til að ná sér í stig. Williams fékk til liðs við sig fólk sem hafði aldrei prófað leik á borð við þennan, jafnvel aldrei prófað tölvuleik áður. Þessum hópi var síðan skipt upp í tvo hópa. Annar spilaði leikinn í mánuð, tvo tíma á dag. Hinn kom ekki nálægt honum. Í ljós kom að leikurinn hafði engin áhrif. Williams viðurkenndi þó að þörf væri á frekari rannsóknum og þessi rannsókn segði ekki allan sannleikann. Í greininni er þó bent á að menningarfræðingurinn Steven Johnson hafi haldið því fram að ef tölvuleikir hefðu slæm áhrif ættu þau ekki að fara fram hjá neinum. Hann segir að þegar tölvuleikjabylgjan hafi hafist fyrir alvöru í kringum 1990 hafi glæpum og ofbeldisverkum fækkað í Bandaríkjunum. Í grein The Economist er viðtal við Gerhard Florin, forstjóra Electronics Arts sem er einn stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum. Hann er harðorður í garð þeirra sem halda uppi gagnrýni á tölvuleiki og segir þá ekki hafa hundsvit á því sem þeir séu að segja. "Þeir halda að vegna þess að orðið leikur komi fyrir í orðinu tölvuleikur, þá séu þeir fyrir börn. Svo er aldeilis ekki því þetta eru flóknir leikir. Þeir segja tölvuleikjaspilara vera uppvakninga og ofbeldismenn." Hvort sé hollt fyrir ungt fólk að spila mikið af tölvuleikjum skal ósagt látið. Hreyfingarleysi er það sem virðist hrjá ungu kynslóðina hvað mest og má kannski kenna aukinni tölvunotkun að einhverju leyti um það. Hvort þeir hvetji ungt fólk til ofbeldis hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á. Flestar rannsóknir benda til þess að tölvuleikir hafi áhrif á þann hóp sem sé hvort eð er líklegur til að beita ofbeldi. Þessi umræða er þó nauðsynleg hverju sinni. Við verðum að minna okkur á hvar mörkin eru. Það sem þykir kannski ofbeldi í dag verður orðið hreinasti barnaleikur á morgun. Tölvuleikir eiga að vera flóknir og erfiðir. Ofbeldið á aldrei að vera aðalatriðið. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hvetja tölvuleikir til ofbeldis?" stendur á forsíðu breska tímaritsins The Economist. Þar er reynt að leita svara við spurningunni hvort ofbeldið í tölvuleikjaiðnaðinum sé komið fram úr hófi. "Menningarárekstur" ungu og eldri kynslóðarinnar er kannski ekki nýr af nálinni. Sókrates var dæmdur til dauða vegna þess að hann var talinn hafa slæm áhrif á æskuna. Greinarhöfundur The Economist tekur rokkið sem dæmi. Það hafi valdið svo mikilli hneykslan meðal siðprúðra borgara að reynt var að banna það með þeim formerkjum að það hvetti hana til óæskilegrar hegðunar. Nú er kynslóðin sem fékk að hlusta á Bítlana og Elvis búin að finna sitt "rokk" sem þarf að stöðva. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto (GTA) er uppsprettan að umræðunni í The Economist. Í ljós hefur komið að hann innihélt dulin klámborð sem hægt var að nálgast á netinu. Þessi leikur hefur verið óhemju vinsæll hér á landi og um tíma var hann nánast ófáanlegur, slík var eftirspurnin. Hann hefur einnig verið fordæmdur af siðapostulum um allan heim, ekki að ósekju. Leikurinn gengur út á það við fyrstu sýn að ræna, berja, meiða og brjóta öll hugsanleg lög. Þá segja sumir að leikurinn ali á kvenfyrirlitningu. Greinarhöfundur The Economist bendir þó á að leikurinn sé alls ekki ólíkur gömlu fallegu ævintýrunum þar sem prinsinn þurfti að leysa margvíslegar þrautir til að fá prinssesuna. Í GTA þurfi þátttakendur að takast á við áskoranir þannig að glæpaforingi hafi eitthvað í höndunum ef hann er til dæmis í miðri gíslatöku. Leikurinn hefur nú verið bannaður í Ástralíu og aldurstakmarkið í öðrum löndum hækkað. Hann er ekki lengur flokkaður sem M (Mature) heldur Adult Only sem þýðir að kaupandinn þarf að vera 18 ára. Þessi "uppgötvun" hefur einnig verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að tölvuleikir séu af hinu illa. Í Bandaríkjunum hefur þessi umræða farið hvað hæst og rekur The Economist hana. Þar hefur Hillary Clinton verið í broddi fylkingar og látið hafa eftir sér að tölvuleikir séu að spilla sakleysi barnanna. "Þeir gera hlutverk foreldra mun erfiðara en það er nú þegar," lét hún hafa eftir sér. Clinton hefur farið fram á að opinber rannsókn skoði hvað hafi farið úrskeiðis og hvort aldurstakmarkið sé virt hjá tölvuleikjafyrirtækjum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir sem spili tölvuleiki eru undir fjörutíu ára aldri. Stærstur hluti þeirra séu karlmenn undir þrítugu sem hafi alist upp við tölvuleiki. Aðeins einn þriðji þeirra sem spili tölvuleiki af alvöru í Bandaríkjunum séu undir 18 ára. Blaðið nefnir enn fremur nýlega rannsókn Dmitri Williams sem hefur sérhæft sig í áhrifum afþreyingariðnarins. Williams fékk hóp til að spila hlutverkanetleikinn Asheron’s Call 2 sem gengur út að vafra um ævintýraveröld og drepa skrímsli til að ná sér í stig. Williams fékk til liðs við sig fólk sem hafði aldrei prófað leik á borð við þennan, jafnvel aldrei prófað tölvuleik áður. Þessum hópi var síðan skipt upp í tvo hópa. Annar spilaði leikinn í mánuð, tvo tíma á dag. Hinn kom ekki nálægt honum. Í ljós kom að leikurinn hafði engin áhrif. Williams viðurkenndi þó að þörf væri á frekari rannsóknum og þessi rannsókn segði ekki allan sannleikann. Í greininni er þó bent á að menningarfræðingurinn Steven Johnson hafi haldið því fram að ef tölvuleikir hefðu slæm áhrif ættu þau ekki að fara fram hjá neinum. Hann segir að þegar tölvuleikjabylgjan hafi hafist fyrir alvöru í kringum 1990 hafi glæpum og ofbeldisverkum fækkað í Bandaríkjunum. Í grein The Economist er viðtal við Gerhard Florin, forstjóra Electronics Arts sem er einn stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum. Hann er harðorður í garð þeirra sem halda uppi gagnrýni á tölvuleiki og segir þá ekki hafa hundsvit á því sem þeir séu að segja. "Þeir halda að vegna þess að orðið leikur komi fyrir í orðinu tölvuleikur, þá séu þeir fyrir börn. Svo er aldeilis ekki því þetta eru flóknir leikir. Þeir segja tölvuleikjaspilara vera uppvakninga og ofbeldismenn." Hvort sé hollt fyrir ungt fólk að spila mikið af tölvuleikjum skal ósagt látið. Hreyfingarleysi er það sem virðist hrjá ungu kynslóðina hvað mest og má kannski kenna aukinni tölvunotkun að einhverju leyti um það. Hvort þeir hvetji ungt fólk til ofbeldis hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á. Flestar rannsóknir benda til þess að tölvuleikir hafi áhrif á þann hóp sem sé hvort eð er líklegur til að beita ofbeldi. Þessi umræða er þó nauðsynleg hverju sinni. Við verðum að minna okkur á hvar mörkin eru. Það sem þykir kannski ofbeldi í dag verður orðið hreinasti barnaleikur á morgun. Tölvuleikir eiga að vera flóknir og erfiðir. Ofbeldið á aldrei að vera aðalatriðið. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun