Geta aukið útlán um billjón 3. ágúst 2005 00:01 Eftir skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums eykst svigrúm Landsbankans til útlána allverulega. Góð uppgjör KB banka og Íslandsbanka skapa einnig hagstæð skilyrði fyrir útlánaaukningu. Viðmælendur Fréttablaðsins telja að bankarnir þrír hafi á skömmum tíma skapað möguleika fyrir aukin útlán fyrir allt að þúsund milljarða króna eða eina billjón. Við sameiningu Landsbankans og Straums jókst eigið fé bankans um 37 milljarða og verður 96 milljarðar eftir og ef bankinn selur eigin bréf. Þó hefur bankinn einnig tekið við eignarhlut í öðrum fyrirtækjum sem kunna að hafa áhrif á aukna útlánagetu svo sem eignarhlut í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og öðrum fyrirtækjum. Ýmsir þættir ráða því hversu mikið útlánageta bankanna getur aukist svo sem áhættusækni útlánanna og samsetning eignaaukningarinnar sem til verður. "Svigrúm bankanna til eignaaukningar eykst vissulega en ég býst ekki við útlánasprenginu hérlendis umfram það sem þegar er orðið," segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands. Hann segir þó ástæðulaust að ætla að bankarnir slaki á kröfum sínum um gæði útlána þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa orðið "Þeir hafa getuna en spurningin er til hvers vilji þeirra stendur. Starfsemi íslensku bankanna er orðin mjög fjölþætt og þar af leiðandi hafa þeir marga möguleika hérlendis og erlendis. Þær breytingar sem nú hafa orðið eru mjög ánægjuleg styrking á fjármálakerfinu. Ég mæli með því að bankarnir haldi áfram sterkri eiginfjárstöðu og tek undir það sem fram hefur komið hjá Björgólfi Guðmundssyni um nauðsyn þess að bankarnir séu sem traustastir á komandi árum," segir Tryggvi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Eftir skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums eykst svigrúm Landsbankans til útlána allverulega. Góð uppgjör KB banka og Íslandsbanka skapa einnig hagstæð skilyrði fyrir útlánaaukningu. Viðmælendur Fréttablaðsins telja að bankarnir þrír hafi á skömmum tíma skapað möguleika fyrir aukin útlán fyrir allt að þúsund milljarða króna eða eina billjón. Við sameiningu Landsbankans og Straums jókst eigið fé bankans um 37 milljarða og verður 96 milljarðar eftir og ef bankinn selur eigin bréf. Þó hefur bankinn einnig tekið við eignarhlut í öðrum fyrirtækjum sem kunna að hafa áhrif á aukna útlánagetu svo sem eignarhlut í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og öðrum fyrirtækjum. Ýmsir þættir ráða því hversu mikið útlánageta bankanna getur aukist svo sem áhættusækni útlánanna og samsetning eignaaukningarinnar sem til verður. "Svigrúm bankanna til eignaaukningar eykst vissulega en ég býst ekki við útlánasprenginu hérlendis umfram það sem þegar er orðið," segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands. Hann segir þó ástæðulaust að ætla að bankarnir slaki á kröfum sínum um gæði útlána þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa orðið "Þeir hafa getuna en spurningin er til hvers vilji þeirra stendur. Starfsemi íslensku bankanna er orðin mjög fjölþætt og þar af leiðandi hafa þeir marga möguleika hérlendis og erlendis. Þær breytingar sem nú hafa orðið eru mjög ánægjuleg styrking á fjármálakerfinu. Ég mæli með því að bankarnir haldi áfram sterkri eiginfjárstöðu og tek undir það sem fram hefur komið hjá Björgólfi Guðmundssyni um nauðsyn þess að bankarnir séu sem traustastir á komandi árum," segir Tryggvi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira