Bankarnir bólgna út 3. ágúst 2005 00:01 Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun