Eigum við að vita þetta? 2. ágúst 2005 00:01 Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar