Tímar hefndarinnar 28. júlí 2005 00:01 Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun