Besti fjórðungur í sögu Íslandsbanka 26. júlí 2005 00:01 Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%. Helstu niðurstöður uppgjörs Íslandsbanka hf. fyrstu sex mánuði ársins 2005 eru þessar: · Íslandsbanki skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 7.519 m.kr. eftir skatta, en var 2.469 m.kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 10.557 m.kr. eftir skatta samanborið við 7.357 m.kr. árið 2004. Rekstrartölur fyrir árið 2004 hafa verið aðlagaðar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. · Hagnaður fyrir skatta nam 12.326 m.kr. fyrri hluta ársins, samanborið við 8.730 m.kr. á sama tímabili í fyrra. · Hagnaður á hlut var 0,83 á fyrri árshelmingi. Hagnaður á hlut var 0,58 krónur á öðrum ársfjórðungi, en var 0,24 krónur á sama tímabili í fyrra. · Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 37% á fyrri helmingi ársins 2005, en var 64% á sama tímabili í fyrra. · Hreinar vaxtatekjur voru 10.051 m.kr. á fyrri árshelmingi og jukust um 71% frá fyrra ári. Þær námu 5.586 m.kr. á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.145 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2004. · Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 36% á fyrri árshelmingi og 29% á öðrum fjórðungi 2005. · Vaxtamunur var 2,1% fyrstu sex mánuðina, en var 2,5% á sama tímabili í fyrra og er lækkunin að hluta til vegna innkomu BNbank í samstæðuuppgjör bankans. Sú breyting hefur jafnframt lykiláhrif á þær efnahagsstærðir sem koma hér að neðan. · Heildareignir samstæðunnar námu 1.335 milljörðum króna 30. júní 2005 og höfðu þá aukist um 97% frá áramótum eða um 657 milljarða. · Lán og kröfur samstæðunnar námu 1.111 milljörðum króna 30. júní og höfðu aukist um 114% á árshelmingnum. · Heildarinnlán námu 360 milljörðum í lok 2. ársfjórðungs og jukust um 102% frá áramótum. · Eignir í stýringu námu 298 milljörðum króna og jukust um 8% á ársfjórðungnum. · Eigið fé nam 77 milljörðum króna í lok júní og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,4%, þar af A-hluti 9,2%. "Að baki er besti ársfjórðungur í sögu Íslandsbanka. Uppgjörið ber einkenni mikilla breytinga í starfsemi félagsins. Eignir hafa tæplega tvöfaldast við innkomu BN bankans og rekstur Sjóvá er ekki lengur hluti af samstæðureikningi bankans. Starfsemi utan Íslands er orðinn verulegur hluti af tekjum og sala á tæplega tveimur þriðju hlutar í Sjóvá gefur tækifæri til frekari vaxtar. Þá eru þjónustutekjur meiri vegna aukinna verkefna. Uppgjörið undirstrikar fyrst og fremst sterkan undirliggjandi rekstur sem sýnir sig í því að öll afkomusviðin eru að skila góðum hagnaði. Framundan er áframhaldandi sókn á öllum sviðum byggð á þeim grunni sem lagður hefur verið", segir Bjarni Ármannsson, forstjóri. Fréttatilkynning Íslandsbanka.pdf Innlent Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%. Helstu niðurstöður uppgjörs Íslandsbanka hf. fyrstu sex mánuði ársins 2005 eru þessar: · Íslandsbanki skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 7.519 m.kr. eftir skatta, en var 2.469 m.kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 10.557 m.kr. eftir skatta samanborið við 7.357 m.kr. árið 2004. Rekstrartölur fyrir árið 2004 hafa verið aðlagaðar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. · Hagnaður fyrir skatta nam 12.326 m.kr. fyrri hluta ársins, samanborið við 8.730 m.kr. á sama tímabili í fyrra. · Hagnaður á hlut var 0,83 á fyrri árshelmingi. Hagnaður á hlut var 0,58 krónur á öðrum ársfjórðungi, en var 0,24 krónur á sama tímabili í fyrra. · Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 37% á fyrri helmingi ársins 2005, en var 64% á sama tímabili í fyrra. · Hreinar vaxtatekjur voru 10.051 m.kr. á fyrri árshelmingi og jukust um 71% frá fyrra ári. Þær námu 5.586 m.kr. á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.145 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2004. · Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 36% á fyrri árshelmingi og 29% á öðrum fjórðungi 2005. · Vaxtamunur var 2,1% fyrstu sex mánuðina, en var 2,5% á sama tímabili í fyrra og er lækkunin að hluta til vegna innkomu BNbank í samstæðuuppgjör bankans. Sú breyting hefur jafnframt lykiláhrif á þær efnahagsstærðir sem koma hér að neðan. · Heildareignir samstæðunnar námu 1.335 milljörðum króna 30. júní 2005 og höfðu þá aukist um 97% frá áramótum eða um 657 milljarða. · Lán og kröfur samstæðunnar námu 1.111 milljörðum króna 30. júní og höfðu aukist um 114% á árshelmingnum. · Heildarinnlán námu 360 milljörðum í lok 2. ársfjórðungs og jukust um 102% frá áramótum. · Eignir í stýringu námu 298 milljörðum króna og jukust um 8% á ársfjórðungnum. · Eigið fé nam 77 milljörðum króna í lok júní og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,4%, þar af A-hluti 9,2%. "Að baki er besti ársfjórðungur í sögu Íslandsbanka. Uppgjörið ber einkenni mikilla breytinga í starfsemi félagsins. Eignir hafa tæplega tvöfaldast við innkomu BN bankans og rekstur Sjóvá er ekki lengur hluti af samstæðureikningi bankans. Starfsemi utan Íslands er orðinn verulegur hluti af tekjum og sala á tæplega tveimur þriðju hlutar í Sjóvá gefur tækifæri til frekari vaxtar. Þá eru þjónustutekjur meiri vegna aukinna verkefna. Uppgjörið undirstrikar fyrst og fremst sterkan undirliggjandi rekstur sem sýnir sig í því að öll afkomusviðin eru að skila góðum hagnaði. Framundan er áframhaldandi sókn á öllum sviðum byggð á þeim grunni sem lagður hefur verið", segir Bjarni Ármannsson, forstjóri. Fréttatilkynning Íslandsbanka.pdf
Innlent Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira