Hækkun á ábyrgð Íbúðalánasjóðs 22. júlí 2005 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun. Innlent Viðskipti Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun.
Innlent Viðskipti Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira