500 milljarða fyrirtækjakaup 12. júlí 2005 00:01 Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Helstu ástæður útrásarinnar eru samkvæmt úttektinni mikið framboð af fjármagni á Íslandi undanfarin misseri. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa leitað út fyrir landsteinana til að ávaxta fé sitt. Þá hefur hátt gengi krónunnar lækkað verð erlendra fyrirtækja með sama hætti og það lækkar verð á erlendum neysluvörum. Mikið af útrásinni er enn fremur fjármagnað með lánsfé og hafa bankarnir spilað stórt hlutverk með lánveitingum, ráðgjöf og beinni þátttöku. Undanfarin misseri hafa öll stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands sótt aukið fé til hluthafa með stórum hlutafjárútboðum til að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum og því vaknar sú spurning hvort þanþol þeirra til skuldsetninga sé komið upp að efri mörkum. "Ég held að þessi bylgja sem nú á sér stað haldi ekki áfram af sama krafti og undanfarið," segir Hannes G. Sigurðsson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífsins, um útrás íslenskra fyrirtækja. "Þessi fyrirtæki eru þó enn flest það lítil á alþjóðlegan mælikvarða að endimörk vaxtar þeirra eru ekki fyrirsjáanleg." Hannes telur ekki aðeins hagrænar ástæður fyrir útrásinni. "Ég tel að þetta byggist að hluta til á þeim einstaklingum sem hafa verið í fararbroddi í þessum útrásum," segir Hannes, og tekur lyfjaiðnaðinn, tískuverslanir og stoðtækni sem dæmi. "Þeir hafa fundið sér ákveðin tækifæri á afmörkuðum sviðum á erlendum mörkuðum sem eiga sér engar sérstakar rætur í íslensku efnahagslífi." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Helstu ástæður útrásarinnar eru samkvæmt úttektinni mikið framboð af fjármagni á Íslandi undanfarin misseri. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa leitað út fyrir landsteinana til að ávaxta fé sitt. Þá hefur hátt gengi krónunnar lækkað verð erlendra fyrirtækja með sama hætti og það lækkar verð á erlendum neysluvörum. Mikið af útrásinni er enn fremur fjármagnað með lánsfé og hafa bankarnir spilað stórt hlutverk með lánveitingum, ráðgjöf og beinni þátttöku. Undanfarin misseri hafa öll stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands sótt aukið fé til hluthafa með stórum hlutafjárútboðum til að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum og því vaknar sú spurning hvort þanþol þeirra til skuldsetninga sé komið upp að efri mörkum. "Ég held að þessi bylgja sem nú á sér stað haldi ekki áfram af sama krafti og undanfarið," segir Hannes G. Sigurðsson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífsins, um útrás íslenskra fyrirtækja. "Þessi fyrirtæki eru þó enn flest það lítil á alþjóðlegan mælikvarða að endimörk vaxtar þeirra eru ekki fyrirsjáanleg." Hannes telur ekki aðeins hagrænar ástæður fyrir útrásinni. "Ég tel að þetta byggist að hluta til á þeim einstaklingum sem hafa verið í fararbroddi í þessum útrásum," segir Hannes, og tekur lyfjaiðnaðinn, tískuverslanir og stoðtækni sem dæmi. "Þeir hafa fundið sér ákveðin tækifæri á afmörkuðum sviðum á erlendum mörkuðum sem eiga sér engar sérstakar rætur í íslensku efnahagslífi."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent