Lána einungis fyrir brunabótamati 11. júlí 2005 00:01 Nú er orðið mun erfiðara að kaupa gamlar íbúðir en verið hefur þar sem bankarnir eru almennt hættir að lána nema sem nemur brunabótamati. Það getur hins vegar verið svo langt undir markaðsverði að bilið getur orðið óbrúanlegt fyrir kaupandann. Þegar bankarnir komu inn á markaðinn með húsnæðislánin í fyrrahaust lánuðu þeir allt að hundrað prósentum af kaupverði gamalla íbúða, ef kaupandi eða seljandi keypti sér viðbótarbrunatryggingu sem ásamt brunabótamatinu jafngilti markaðsvirðinu. Samkvæmt upplýsingum fasteignaþjónustu KB banka er hins vegar komið í ljós að ógerningur er fyrir bankann að fylgja því eftir að fólk haldi við þessum viðbótartryggingum þannig að nú er ekki lánað umfram brunabótamatið. Hinir stóru bankarnir munu hafa svipuð viðmið en erfitt reyndist að fá afdráttarlaus svör um það í morgun eftir því við hvern var talað í hverjum banka. Nokkuð er um það í grónum hverfum að brunabótamát húsnæðis sé jafnvel á bilinu 60 til 70 prósent af markaðsverði. Það er þá það hámark sem bankarnir eru tilbúnir til að lána til kaupa þar en ekki 90 prósent, og hvað þá allt að hundrað prósent eins og voru í boði fyrst eftir að bankarnir komu inn á þennan markað. Kunnugir menn á fasteignamarkaðnum segja að þetta muni óhjákvæmilega hægja á húsnæðisveltunni því fáir eigi eigið fé til að brúa bilið á milli bankalánanna og kaupverðsins. Þess sjást reyndar þegar merki því þrátt fyrir að vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að hækka, einkum vegna þess hve nýjar íbúðir eru hátt hlutfall um þessar mundir, þá er farið að draga úr veltunni og kaupsamningum fer fækkandi. Veltan í nýliðinni viku var liðlega 4,2 milljarðar króna og hefur því lækkað um 300 milljónir frá meðaltalinu í apríl og um 800 milljónir síðan í desember. Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 91 í síðustu viku en hafa verið 104 á viku að meðaltali síðastliðnar 12 vikur. Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Nú er orðið mun erfiðara að kaupa gamlar íbúðir en verið hefur þar sem bankarnir eru almennt hættir að lána nema sem nemur brunabótamati. Það getur hins vegar verið svo langt undir markaðsverði að bilið getur orðið óbrúanlegt fyrir kaupandann. Þegar bankarnir komu inn á markaðinn með húsnæðislánin í fyrrahaust lánuðu þeir allt að hundrað prósentum af kaupverði gamalla íbúða, ef kaupandi eða seljandi keypti sér viðbótarbrunatryggingu sem ásamt brunabótamatinu jafngilti markaðsvirðinu. Samkvæmt upplýsingum fasteignaþjónustu KB banka er hins vegar komið í ljós að ógerningur er fyrir bankann að fylgja því eftir að fólk haldi við þessum viðbótartryggingum þannig að nú er ekki lánað umfram brunabótamatið. Hinir stóru bankarnir munu hafa svipuð viðmið en erfitt reyndist að fá afdráttarlaus svör um það í morgun eftir því við hvern var talað í hverjum banka. Nokkuð er um það í grónum hverfum að brunabótamát húsnæðis sé jafnvel á bilinu 60 til 70 prósent af markaðsverði. Það er þá það hámark sem bankarnir eru tilbúnir til að lána til kaupa þar en ekki 90 prósent, og hvað þá allt að hundrað prósent eins og voru í boði fyrst eftir að bankarnir komu inn á þennan markað. Kunnugir menn á fasteignamarkaðnum segja að þetta muni óhjákvæmilega hægja á húsnæðisveltunni því fáir eigi eigið fé til að brúa bilið á milli bankalánanna og kaupverðsins. Þess sjást reyndar þegar merki því þrátt fyrir að vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að hækka, einkum vegna þess hve nýjar íbúðir eru hátt hlutfall um þessar mundir, þá er farið að draga úr veltunni og kaupsamningum fer fækkandi. Veltan í nýliðinni viku var liðlega 4,2 milljarðar króna og hefur því lækkað um 300 milljónir frá meðaltalinu í apríl og um 800 milljónir síðan í desember. Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 91 í síðustu viku en hafa verið 104 á viku að meðaltali síðastliðnar 12 vikur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira