Tvær kenningar um árásina 10. júlí 2005 00:01 Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira