Lífið heldur áfram í London 8. júlí 2005 00:01 Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira