
Viðskipti innlent
Novator fjárfestir í Finnlandi

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar verður stærsti hluthafi í Elisa, sem er næststærsta símafyrirtæki Finnlands. Novator hefur undanfarið fjárfest í símafyrirtækinu Saunalahti sem verður sameinað símafyrirtækinu Elisu. Markaðsverðmæti hins sameinaða félags verður um 165 milljarðar íslenskra króna.