Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri 2. júlí 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira