Stofnfé sé eign allra Hafnfirðinga 24. júní 2005 00:01 Þótt ekki sé verið að stela frá neinum, er þetta siðlaust og ætti ekki að líðast. Þetta segir Helgi í Góu, einn stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar, um þá sem hafa selt hluti sína í sjóðnum. Hann segir stofnféð vera eign allra Hafnfirðinga. Ekki er langt síðan Kaupþing banki sýndi áhuga á að kaupa stofnféð í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis en komið var í veg fyrir kaupin með lagasetningu. Forstjóri bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, segir bankann ekki tengjast á nokkurn hátt uppkaupum á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar en samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins hafa 30 af 47 stofnfjáreigendum sparisjóðsins þegar selt hluti sína í sjóðnum fyrir mörg hundruðfalt nafnvirði eftir að nýr meirihluti komst til valda í stjórn sjóðsins nýverið. Hinir nýju stjórnendur vilja ekkert tjá sig um málið. Guðmundur Árni Stefánsson líkir málinu við rán um hábjartan dag og tekur Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, í sama streng. En er í raun verið að stela frá einhverjum og hlýtur einhver skaða af? Helgi segist telja að ekki sé verið að stela frá neinum en þetta sé siðlaust. Þarna séu 47 aðilar nefndir og af hverju eigi þeir að fá peninga, af hverju ekki alveg eins allir hinir sem ekki hafi fengið bréf? Þá eigi kúnnarnir þátt í því að bankinn sé til. Sérfræðingar, sem fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við, segja að án efa hafi hinir nýju stjórnendur sjóðsins áhuga á að gera bankann að söluvöru til stórra banka eða sjóða. Þeir segja að bönkum verði án efa leyfilegt í framtíðinni að eiga sparisjóði og fara þeir eflaust á hlutabréfamarkað áður en langt um líður. Þó hefur því verið fleygt að bankarnir vilji kannski styrkja einstaklingsþjónustuþátt sinn en þar hafa sparisjóðirnir sterkari stöðu og finnst mörgum sem persónulegheit bankanna séu löngu horfin. Margir segja hins vegar þær forsendur, sem voru fyrir sparisjóðum á sínum tíma, ekki lengur vera fyrir hendi. Þeir séu í raun úreltir og því sé eðlilegt að starfsemi þeirra breytist í takt við nýja tíma. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Þótt ekki sé verið að stela frá neinum, er þetta siðlaust og ætti ekki að líðast. Þetta segir Helgi í Góu, einn stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar, um þá sem hafa selt hluti sína í sjóðnum. Hann segir stofnféð vera eign allra Hafnfirðinga. Ekki er langt síðan Kaupþing banki sýndi áhuga á að kaupa stofnféð í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis en komið var í veg fyrir kaupin með lagasetningu. Forstjóri bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, segir bankann ekki tengjast á nokkurn hátt uppkaupum á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar en samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins hafa 30 af 47 stofnfjáreigendum sparisjóðsins þegar selt hluti sína í sjóðnum fyrir mörg hundruðfalt nafnvirði eftir að nýr meirihluti komst til valda í stjórn sjóðsins nýverið. Hinir nýju stjórnendur vilja ekkert tjá sig um málið. Guðmundur Árni Stefánsson líkir málinu við rán um hábjartan dag og tekur Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, í sama streng. En er í raun verið að stela frá einhverjum og hlýtur einhver skaða af? Helgi segist telja að ekki sé verið að stela frá neinum en þetta sé siðlaust. Þarna séu 47 aðilar nefndir og af hverju eigi þeir að fá peninga, af hverju ekki alveg eins allir hinir sem ekki hafi fengið bréf? Þá eigi kúnnarnir þátt í því að bankinn sé til. Sérfræðingar, sem fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við, segja að án efa hafi hinir nýju stjórnendur sjóðsins áhuga á að gera bankann að söluvöru til stórra banka eða sjóða. Þeir segja að bönkum verði án efa leyfilegt í framtíðinni að eiga sparisjóði og fara þeir eflaust á hlutabréfamarkað áður en langt um líður. Þó hefur því verið fleygt að bankarnir vilji kannski styrkja einstaklingsþjónustuþátt sinn en þar hafa sparisjóðirnir sterkari stöðu og finnst mörgum sem persónulegheit bankanna séu löngu horfin. Margir segja hins vegar þær forsendur, sem voru fyrir sparisjóðum á sínum tíma, ekki lengur vera fyrir hendi. Þeir séu í raun úreltir og því sé eðlilegt að starfsemi þeirra breytist í takt við nýja tíma.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira