Bankarán um glaðbjartan dag 23. júní 2005 00:01 Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira