Bankarán um glaðbjartan dag 23. júní 2005 00:01 Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira