Mismunandi þjóðhátíðir 21. júní 2005 00:01 "Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
"Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun