Rætt um samkynhneigð á Kirkjudögum 20. júní 2005 00:01 Samkynhneigð, átröskun og jafnrétti er meðal þess sem rætt verður á Kirkjudögum þjóðkirkjunnar á Skölavörðuholtinu um næstu helgi. Gestir hátíðarinnar geta tekið þátt í pílagrímagöngu, listrænum uppákomum, helgiathöfnum og sötrað á kirkjukaffi svo fátt eitt sé nefnt. Yngri kynslóðin getur skoppað um í hoppuköstulum, tekið þátt í Ólympíuleikum undarlegra og ýmsu öðru. Í tilefni af hátíðinni verður svo m.a. opnaður vefurinn kirkjan.is/svör. Pétur Björgvin Þorsteinsson, formaður undirbúningsnefndar Kirkjudaga, segir að þar geti hver sem er lagt fram spurningar og reynt verði eftir bestu getu að svara þeim. Nú þegar séu komnar inn þónokkrar spurningar og svör. Um 40 málstofur verða haldnar í Iðnskólanum og má þar nefna yfirskriftir eins og Þjóðkirkjan og samkynhneigðir, Líkamsmynd okkar, unglingar og átröskun og Samstarfsráð trúarbragða þar sem hlutverk slíks ráðs í íslensku samfélagi verður rætt. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnastjóri upplýsingasviðs Biskupsstofu, segir margar kristnar kirkjur á Íslandi og þá sé búddistar og múslíma einnig að finna hér á landi. Þeim ásamt ásatrúarmönnum og fleirum hafi verið boðið til málstofunnar. Þetta er í annað sinn sem Kirkjudagar eru haldnir en fjórða hvert ár stendur þjóðkirkjan fyrir þessari uppskeruhátíð kirkjustarfsins. Um 400 manns koma skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar í ár og má telja eina 160 dagskrárliði yfir helgina. Boðið verður upp á táknmálstúlkun sem og heimaakstur fyrir fatlaða og hreyfihamlaða svo að enginn ætti að verða út undan. Rúmlega fjögur þúsund manns komu á hátíðina sem haldin var fyrir fjórum árum og aðstandendur hátíðarinnar eru bjartsýnir fyrir næstu helgi. Jafnréttismál Trúmál Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Samkynhneigð, átröskun og jafnrétti er meðal þess sem rætt verður á Kirkjudögum þjóðkirkjunnar á Skölavörðuholtinu um næstu helgi. Gestir hátíðarinnar geta tekið þátt í pílagrímagöngu, listrænum uppákomum, helgiathöfnum og sötrað á kirkjukaffi svo fátt eitt sé nefnt. Yngri kynslóðin getur skoppað um í hoppuköstulum, tekið þátt í Ólympíuleikum undarlegra og ýmsu öðru. Í tilefni af hátíðinni verður svo m.a. opnaður vefurinn kirkjan.is/svör. Pétur Björgvin Þorsteinsson, formaður undirbúningsnefndar Kirkjudaga, segir að þar geti hver sem er lagt fram spurningar og reynt verði eftir bestu getu að svara þeim. Nú þegar séu komnar inn þónokkrar spurningar og svör. Um 40 málstofur verða haldnar í Iðnskólanum og má þar nefna yfirskriftir eins og Þjóðkirkjan og samkynhneigðir, Líkamsmynd okkar, unglingar og átröskun og Samstarfsráð trúarbragða þar sem hlutverk slíks ráðs í íslensku samfélagi verður rætt. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnastjóri upplýsingasviðs Biskupsstofu, segir margar kristnar kirkjur á Íslandi og þá sé búddistar og múslíma einnig að finna hér á landi. Þeim ásamt ásatrúarmönnum og fleirum hafi verið boðið til málstofunnar. Þetta er í annað sinn sem Kirkjudagar eru haldnir en fjórða hvert ár stendur þjóðkirkjan fyrir þessari uppskeruhátíð kirkjustarfsins. Um 400 manns koma skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar í ár og má telja eina 160 dagskrárliði yfir helgina. Boðið verður upp á táknmálstúlkun sem og heimaakstur fyrir fatlaða og hreyfihamlaða svo að enginn ætti að verða út undan. Rúmlega fjögur þúsund manns komu á hátíðina sem haldin var fyrir fjórum árum og aðstandendur hátíðarinnar eru bjartsýnir fyrir næstu helgi.
Jafnréttismál Trúmál Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira