Reyklausir með reykingahósta 18. júní 2005 00:01 Ég er orðin þreytt á kaffihúsaferðum. Þreytt á skemmtistöðum og þreytt á veitingastöðum. Hóstinn gerir mig þreytta. Hvaða hósti? Reykingahóstinn. Reykingahóstinn sem stafar reyndar ekki af mínum eigin reykingum heldur sígarettureyk annars fólks. Stundum er ég alveg hlessa á okkur Íslendingum. Við þykjumst vera svo óskaplega framarlega á öllum sviðum en ekki viljum við banna reykingar. Mótrökin eru öll með fáránlegasta móti. "Þá værum við að skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til þess að skaða aðra? Hvað með frelsið til að fara á kaffihús, veitingastaði og skemmtistaði án þess að anda að sér skaðlegum efnum? Einnig heyrast þær raddir oft að þeir sem þoli ekki reykinn geti bara farið eitthvað annað. Því miður gengur það ekki upp. Ekki hefur reyklaus skemmtistaður dúkkað upp enn. Reyklausu kaffihúsin örfáu eru í mesta lagi opin til tíu og hvað á reyklausa fólkið þá að gera? Fara heim? Við sættum okkur ekki við það og hírumst í staðinn inni á reykmettuðum stöðunum þangað til að augun eru farin að grenja og lungun að öskra. Hárið lyktar langar leiðir og fötin sömuleiðis. Af hverju látum við okkur hafa það? Jú, því við höfum líka gaman af því að skemmta okkur. Eitt sinn sagði samstarfsmaður við mig að ég væri nú ekki skyldug til þess að fara út að borða eða djamma og á meðan ég væri ekki skyldug til þess gæti ég ekki kvartað. Nefnilega af því að ég hefði val. Frábært. Ég verð þá bara heima. Eiga þá einungis reykingafólk og aðrir sem þola ógeðis reykinn þeirra að sækja skemmtistaði og kaffihús heim. Átta eigendur sig ekki á því að þeir eru að missa af öllum hinum? Hvað með starfsfólkið sem þarf að vinna í reyknum? Hvers á það að gjalda? Oft eru þetta einu störfin sem eru fáanleg og þá verður fólk bara að dúsa í skaðlegu umhverfi. Það er ekki réttlátt. Einnig hef ég heyrt þau rök að víst það eigi að banna reykingar því þær séu óhollar þá hljóti að vera rétt að banna fólki að nota sykur út í kaffið. Eða banna því að borða feitan mat. Eða að neyta áfengis. Þetta eru verstu mótrök sem ég hef heyrt. Ég get ekki séð að neysla annarra á sykri, feitum mat eða áfengi hafi áhrif á mína heilsu. Ekki nema einhver verði óhemjufeitur, detti ofan á mig og drepi mig eða fullur maður æli yfir mig. Þetta eru ekki góð rök fyrir því að banna eigi þessar neysluvörur. Rökin fyrir því að banna reykingar eru hins vegar svo sterk að sterkari verða þau ekki að mínu mati. Reykingar skaða ekki einungis neytandann heldur líka fólkið í kring. Írar voru fyrstir til að banna reykingar á veitingastöðum, kaffihúsum og bara öllum opinberum stöðum. Írar? Bjórþambs- og kráaþjóðin mikla? Ef þeir geta þetta þá hljótum við að geta þetta. Í kjölfarið hafa margar þjóðir fylgt Írum eftir, til dæmis Noregur, Svíþjóð, Indland og jafnvel Bretar hafa bannað reykingar en þeir þora þó ekki að stíga skrefið til fulls og banna einungis að reykja á stöðum sem bera fram mat. Samt eru fjórir af hverjum fimm Bretum hlynntir allsherjar reykingabanni. Af hverju hlusta yfirvöld ekki á vilja almennings? Reykingabönnin hafa svo í flestum tilvikum virkað vel og til dæmis hefur orðið sex prósent aukning á veitingahúsagestum í New York. Það er einnig margsönnuð staðreynd að óbeinar reykingar geta meðal annars valdið krabbameini, skertri lungnastarfsemi og auknum einkennum hjá lungna-, astma- og ofnæmissjúklingum og fólk deyr af völdum óbeinna reykinga. Hvers á þetta fjölmarga fólk að gjalda? Eru það í alvöru sjálfsögð mannréttindi að auka sjúkdómseinkenni hjá öðru fólki? Svarið er að sjálfsögðu nei og þeir sem átta sig ekki á því eru kjánar. Enn hef ég ekki rekist á reykingamann sem langar ekki að hætta. Alla langar að hætta að reykja en samt eru þeir með hnefann á lofti að berjast fyrir réttindum sínum að mega reykja. Það dugar ekki að skipta upp svæðum á kaffihúsum og veitingastöðum því eins og allir vita hlýðir reykurinn ekki svoleiðis reglum. Það dugar heldur ekki að hafa einungis nokkra reyklausa staði. Mikill minnihluti þjóðarinnar er reykingafólk og það hefur engan rétt á að skaða okkur hin. Það eina sem dugar til að vernda reyklaust fólk við skaðsemi sígarettureyks á opinberum stöðum er að banna hann eins og margar þjóðir í kringum okkur hafa gert. Við erum klárari en svo að heltast úr lestinni á þennan hátt. Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég er orðin þreytt á kaffihúsaferðum. Þreytt á skemmtistöðum og þreytt á veitingastöðum. Hóstinn gerir mig þreytta. Hvaða hósti? Reykingahóstinn. Reykingahóstinn sem stafar reyndar ekki af mínum eigin reykingum heldur sígarettureyk annars fólks. Stundum er ég alveg hlessa á okkur Íslendingum. Við þykjumst vera svo óskaplega framarlega á öllum sviðum en ekki viljum við banna reykingar. Mótrökin eru öll með fáránlegasta móti. "Þá værum við að skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til þess að skaða aðra? Hvað með frelsið til að fara á kaffihús, veitingastaði og skemmtistaði án þess að anda að sér skaðlegum efnum? Einnig heyrast þær raddir oft að þeir sem þoli ekki reykinn geti bara farið eitthvað annað. Því miður gengur það ekki upp. Ekki hefur reyklaus skemmtistaður dúkkað upp enn. Reyklausu kaffihúsin örfáu eru í mesta lagi opin til tíu og hvað á reyklausa fólkið þá að gera? Fara heim? Við sættum okkur ekki við það og hírumst í staðinn inni á reykmettuðum stöðunum þangað til að augun eru farin að grenja og lungun að öskra. Hárið lyktar langar leiðir og fötin sömuleiðis. Af hverju látum við okkur hafa það? Jú, því við höfum líka gaman af því að skemmta okkur. Eitt sinn sagði samstarfsmaður við mig að ég væri nú ekki skyldug til þess að fara út að borða eða djamma og á meðan ég væri ekki skyldug til þess gæti ég ekki kvartað. Nefnilega af því að ég hefði val. Frábært. Ég verð þá bara heima. Eiga þá einungis reykingafólk og aðrir sem þola ógeðis reykinn þeirra að sækja skemmtistaði og kaffihús heim. Átta eigendur sig ekki á því að þeir eru að missa af öllum hinum? Hvað með starfsfólkið sem þarf að vinna í reyknum? Hvers á það að gjalda? Oft eru þetta einu störfin sem eru fáanleg og þá verður fólk bara að dúsa í skaðlegu umhverfi. Það er ekki réttlátt. Einnig hef ég heyrt þau rök að víst það eigi að banna reykingar því þær séu óhollar þá hljóti að vera rétt að banna fólki að nota sykur út í kaffið. Eða banna því að borða feitan mat. Eða að neyta áfengis. Þetta eru verstu mótrök sem ég hef heyrt. Ég get ekki séð að neysla annarra á sykri, feitum mat eða áfengi hafi áhrif á mína heilsu. Ekki nema einhver verði óhemjufeitur, detti ofan á mig og drepi mig eða fullur maður æli yfir mig. Þetta eru ekki góð rök fyrir því að banna eigi þessar neysluvörur. Rökin fyrir því að banna reykingar eru hins vegar svo sterk að sterkari verða þau ekki að mínu mati. Reykingar skaða ekki einungis neytandann heldur líka fólkið í kring. Írar voru fyrstir til að banna reykingar á veitingastöðum, kaffihúsum og bara öllum opinberum stöðum. Írar? Bjórþambs- og kráaþjóðin mikla? Ef þeir geta þetta þá hljótum við að geta þetta. Í kjölfarið hafa margar þjóðir fylgt Írum eftir, til dæmis Noregur, Svíþjóð, Indland og jafnvel Bretar hafa bannað reykingar en þeir þora þó ekki að stíga skrefið til fulls og banna einungis að reykja á stöðum sem bera fram mat. Samt eru fjórir af hverjum fimm Bretum hlynntir allsherjar reykingabanni. Af hverju hlusta yfirvöld ekki á vilja almennings? Reykingabönnin hafa svo í flestum tilvikum virkað vel og til dæmis hefur orðið sex prósent aukning á veitingahúsagestum í New York. Það er einnig margsönnuð staðreynd að óbeinar reykingar geta meðal annars valdið krabbameini, skertri lungnastarfsemi og auknum einkennum hjá lungna-, astma- og ofnæmissjúklingum og fólk deyr af völdum óbeinna reykinga. Hvers á þetta fjölmarga fólk að gjalda? Eru það í alvöru sjálfsögð mannréttindi að auka sjúkdómseinkenni hjá öðru fólki? Svarið er að sjálfsögðu nei og þeir sem átta sig ekki á því eru kjánar. Enn hef ég ekki rekist á reykingamann sem langar ekki að hætta. Alla langar að hætta að reykja en samt eru þeir með hnefann á lofti að berjast fyrir réttindum sínum að mega reykja. Það dugar ekki að skipta upp svæðum á kaffihúsum og veitingastöðum því eins og allir vita hlýðir reykurinn ekki svoleiðis reglum. Það dugar heldur ekki að hafa einungis nokkra reyklausa staði. Mikill minnihluti þjóðarinnar er reykingafólk og það hefur engan rétt á að skaða okkur hin. Það eina sem dugar til að vernda reyklaust fólk við skaðsemi sígarettureyks á opinberum stöðum er að banna hann eins og margar þjóðir í kringum okkur hafa gert. Við erum klárari en svo að heltast úr lestinni á þennan hátt. Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar