Blettur á bændastéttinni 9. júní 2005 00:01 Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir - Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir -
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun